Leita í fréttum mbl.is

Laxárdalsheiði í fyrramálið

Kl. 10 í fyrramálið legg ég upp í 6. fjallvegahlaupið við þriðja mann, að minnsta kosti. Leiðin liggur um Laxárdalsheiði úr Reykhólasveit, norður að Þverárvirkjun við Hólmavík. Leiðin yfir heiðina er líklega 26 km að lengd - og svo bætir maður kannski við þessum þremur kílómetrum sem á vantar í lokin til að komast á hátíðasvæði Hamingjudaganna á Hólmavík. Verðum komnir þangað kl. 13.30 á morgun ef allt gengur að óskum. Seinkun um hálfan til einn klukkutíma telst þó innan skekkjumarka í þessu sambandi.

Með mér í för verða Ingimundur Grétarsson í Borgarnesi og Birkir Stefánsson, bóndi í Tröllatungu. Öllum er auk þess að sjálfsögðu velkomið að slást í för með okkur - á eigin ábyrgð. Smile 

Örlítið nánari upplýsingar er að finna á Fjallvegahlaupasíðunni minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband