Leita í fréttum mbl.is

Út að hlaupa - Hvanneyrarhringinn

Við Ingimundur Grétarsson hlupum Hvanneyrarhringinn í morgun, eins og við höfum alltaf gert á hverju ári um vetrarsólhvörf, í fyrsta sinn í fyrra. Smile Þá skipulögðum við hlaupið af kostgæfni og lögðum af stað nákvæmlega við sólarupprás. Nú nenntum við hins vegar ekkert að bíða eftir birtingunni, heldur lögðum af stað í myrkri um 9-leytið. Hlupum í góðu veðri norður Vesturlandsveginn og síðan Ferjubakkaveginn. Þá var farið að birta af degi. Í nótt hafði snjóað og færið var frekar þungt og sums staðar hált undir. Þó náðist sæmileg viðspyrna í hjólförunum, þar sem þeirra naut við og voru ekki í notkun. Við Hvanneyri gerði á okkur él og bætti vel í þegar við vorum undir Brekkufjallinu (hjá Skeljabrekku). Þar var auk heldur strekkingsvindur - og heldur í fangið. Verst var samt færðin á Borgarfjarðarbrúnni, því að þegar saltið bætist við snjóinn er frekar vont að hlaupa. Þá var líka komið hádegi og töluverð umferð á brúnni. Við fórum þó auðvitað létt með að ljúka hringnum, þó að tíminn hafi reyndar verið sá lengsti hingað til, rétt um 3 klst. og 23 mínútur. Hringurinn er nákvæmlega 33,03 km og meðalhraðinn því innan við 10 km/klst. En það skiptir reyndar engu máli - og er auk heldur ekki óeðlilegt miðað við aðstæður. Ég var líka á keðjum alla leið, sem flýtur svo sem ekkert fyrir.

Þetta var bráðskemmtilegt allt saman og ekki tiltakanlega mikil þreyta í mönnum að hlaupi loknu. Það var nú öðruvísi um vetrarsólhvörf í fyrra. Þá var mjög af mér dregið eftir hringinn. Auðvitað fer manni fram með aldrinum. Þroskinn, skiljiði!

Hressandi laugardagsmorgunn! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða

Eyrarskokk fer á hverju ári upp á Vaðlaheiði um vetrarsólhvörf, í fyrsta sinn í ár :P  En það urðu bara 26 km.  Ég held við höfum verið heppnari með veðrið en þið í ár.  Það eru myndir á bloggsíðunni, Eyrarskokk.blog.is

Fríða, 21.12.2008 kl. 09:06

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Jú, ég skoðaði einmitt myndirnar á Eyrarskokkssíðunni í gær. Þetta hefur verið skemmtilegt! Frábært þegar svona viðburðir eru svona árvissir.  

Stefán Gíslason, 21.12.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband