Leita í fréttum mbl.is

Tími fyrir blogg?

StundaglasÉg hef verið næsta ósýnilegur í bloggheimum upp á síðkastið. Ástæðan er sú að ég hef átt annríkt í vinnuheimum, en það eru jú aðrir heimar. Þetta vekur upp vangaveltur um „tímaskort“. Vantar mig tíma, eða hef ég yfirleitt nógan tíma?

Ég hef nógan tíma! Alla vega hef ég haft nógan tíma hingað til, og býst frekar við að svo verði enn um sinn. Þegar ég fæddist átti ég ekkert nema tíma. Síðan þá hef ég verið að skipta þessum tíma út fyrir eitt og annað annað. Í þeim viðskiptum hef ég kannski stundum veðsett svolitla sneið af tíma morgundagsins, en þegar á heildina er litið hygg ég að tímastaða mín sé bara nokkuð góð, enda losnar nýr skammtur af tíma af bundnum reikningi á hverjum degi.

Ég ræð sjálfur hvernig ég nota hinn úthlutaða tíma. Ákvarðanir mínar um það eru hins vegar misskynsamlegar. Undanfarna daga hef ég valið að nota mikið af hinum úthlutaða tíma til vinnu. Næstu daga er ég að hugsa um að búa til bloggfærslur úr hluta af því sem bætist þá við. Umfjöllunarefnin bíða í hrönnum, ólm að komast á bloggsíðuna, sjálfum mér til ánægju og svölunar - hvað sem öðrum finnst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Skemmtileg hugleiðing Stefán. Já maður bloggar sjálfum sér til ánægju og ef til vill einhverjum öðrum. Síðasta setningin hjá þér segir mér að þér finnist tímanum vel varið í að skrifa. Ég er sama sinnis. Tíminn hefur þar að auki sinn gang hvað sem maður gerir eða gerir ekki.

Kveðja

Finnur

Finnur Bárðarson, 20.2.2009 kl. 15:16

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hlakka til að lesa þína speki. Hún er örugglega góð í bland við annað fróðlegt sem lesa má hér. Vona bara að þú sért ekki að reikna okkur til örbyrgðar. Það eru mógu margir í þeirri deild. Annars ert þú svo "umhverfisvænn" að þú ferð ekki að skilja eftir örmagna sálir út um allt sem gera hinum enn erfiðara fyrir. Við þurfum ÖLL að leggjast á árarnar og róa í átttil aukinns jöfnuðar, aukina lýðræðis og aukinar hagsældar fyrir ALLA. Ekki bara suma.

Nýtt lýðveldi  - skrifa undir áskorun  HÉR 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.2.2009 kl. 17:07

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Finnur. Við erum svo heppin Íslendingar að kunna að skrifa og hafa þessa frábæru samskiptaleið, internetið til að koma okkar sjónarmiðum og hugleiðingum á framfæri. Mér er nauðsynlegt að skrifa og hef gert mikið að því um dagana. Stundum hef ég skrifað mig frá vandamálum og gömlum tilfinningum. Það virkar mjög vel. En aftur að þjóðmálunum. Þetta er mitt helsta baráttumál þessadagana.

Skorum á stjórnvöld að efna til stjórnlagaþings um endurskoðun stjórnarskrár og kosningareglna. Burt með gamaldags flokkaveldi.

Nýtt lýðveldi  - skrifa undir áskorun  HÉR 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.2.2009 kl. 17:13

4 Smámynd: Stefán Gíslason

Takk bæði tvö! Gott að fá svona umsagnir. Ég get nokkurn veginn lofað því að ég mun ekki reikna okkur til örbirgðar. Bjartsýni er kannski kjánaleg, en hún leysir þó fleiri vandamál en svartsýnin. Og ég er náttúrulega löngu búinn að skrifa undir lýðveldisáskorunina.

Stefán Gíslason, 20.2.2009 kl. 17:13

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Félagi Stefán, ég skil ekki hvernig þú fórst að því að setja þessa færslu inn í dag? Góða helgi!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.2.2009 kl. 18:26

6 Smámynd: Stefán Gíslason

Sko, náttúrulega bara þráðlaust ... eeeee ... hugskeyti.

Stefán Gíslason, 20.2.2009 kl. 20:20

7 Smámynd: Fríða

Nú er laugardagsmorgun og tveir dagar, fullir af óráðstöfuðum tíma framundan :)  Kannski eitthvað af honum verði notað í að lesa blogg?

Fríða, 21.2.2009 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband