Leita í fréttum mbl.is

Bolt og Bekele saman í 800 m?

Þeirri hugmynd var velt upp í Berlín í gær hvort langmestu hlauparar samtímans, þeir Usain Bolt og Kenenisa Bekele, myndu kannski einhvern tímann mætast á miðri leið - ef svo má segja - og reyna með sér í 800 metra hlaupi. Það gæti nú orðið frekar skemmtilegur viðburður fyrir frjálsíþróttaunnendur.

Ótrúlegt heimsmet Usain Bolt í 100 metra hlaupi (9,58 sek) hefur varla farið fram hjá neinum, og eflaust hafa líka margir hrifist af glæsilegri frammistöðu Kenenisa Bekele í 10.000 metra hlaupinu í fyrrakvöld, þar sem hann landaði 4. heimsmeistaratitlinum í röð (2003, 2005, 2007 og 2009) og fetaði þar með í fótspor fyrirmyndarinnar, Haile Gebrselassie sem varð heimsmeistari árin 1993, 1995, 1997 og 1999. Eftir hlaupið í fyrrakvöld var Bekele fyrst spurður hver væri besti tími hans í 100 m hlaupi. Svarið var 11,0 sek. Síðan var hann spurður hvor þeirra myndi vinna, hann eða Usain Bolt, ef þeir myndu reyna með sér í 800 m hlaupi. Bekele sagðist örugglega myndu vinna, og jafnframt að hann væri alveg til í að láta á það reyna.

Sem sagt: Það væri ekkert leiðinlegt að fá úr þessu skorið.

Já, en það var þetta með Usain Bolt. Ég held að það hafi ekki komið fram í Mogganum í morgun, en þessi drengur hefur náð hraða upp á rúmlega 44 km/klst í hröðustu sprettunum. Norska sjónvarpið gerði þessu einmitt skemmtileg skil núna eitt kvöldið í vikunni með því að sýna bíl sem ók á þessum hraða - og nefna í leiðinni hversu háa sekt maður þyrfti að borga í miðborg Oslóar fyrir svoleiðis glæfraakstur, þar sem hámarkshraðinn er 30 km/klst. Þeir sem hafa gaman af tölfræði frjálsra íþrótta staðnæmast líka gjarnan við tímann sem Usain Bolt náði í 200 m hlaupi meðan hann var enn 14 ára: 21,73 sek! Ég segi bara eins og Sigurbjörn Árni í fyrra: „Hvað getur hann gert!?“ Ég velti líka fyrir mér hvað gerist þegar Kenenisa Bekele færir sig upp í maraþonhlaupið...


mbl.is „Held ég stoppi við 9,4“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afsakaðu mig Stebbi minn Kenenisa Bekele er algerlega frábær hlaupari og ótrúlegur íþróttamaður en ef þú berð árangur hans saman við árangur Usain Bolt hlutfallslega og bara í réttu samhengi þá sérðu að Bekele stenst Bolt engan vegin snúning. Lífeðlisfræðingar sögðu fyrir fáeinum árum að árangur undir 9.60 í 100m væri ekki mögulegur.  Usain bolt er á sinn hátt algerlega ný gerð íþróttamanna og má jafnvel segja að sé eins konar erfðafræðilegt "slys" fyrir keppinauta hans  eða "heppni" fyrir okkur aðdáendur frjálsra íþrótta. Ef við verðum svo heppinn að fá langhlaupara sem hleypur vel undir 26 mín í 10.000 m þá gætir þú farið að bera hann saman við Bolt.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 10:54

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Jú, ég er reyndar alveg sammála þessu. Bolt er algjörlega sér á parti, þó að ég leyfi mér að nefna þá tvo í sömu andránni sem langmestu hlaupara samtímans.

Stefán Gíslason, 19.8.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband