Leita í fréttum mbl.is

Á að banna bönn?

Stundum dettur mér í hug að sumir haldi að regluverkið okkar sé einhver gjöf frá goðunum, sem ekki megi hrófla við. Hverju reiddust þá goðin þegar það regluverk brast á sem vér nú vinnum eftir? Í því regluverki eru nefnilega alls konar bönn! Eru ný bönn þá bannaðri en gömul bönn? Eða ætti kannski að banna öll bönn?

Reykingar eru mjög sérstakt fyrirbæri frá félagshagfræðilegu sjónarmiði, vegna þess hversu mörgum dauðsföllum þær valda og hversu dýrar þær eru fyrir heilbrigðiskerfið. Varla er hægt að finna neinn annan ámótastóran lífsstílstengdan vanda, a.m.k. ekki hérlendis. Þess vegna er eðlilegt að menn beini sjónum sínum að reykingum í þessu sambandi.

Þeir sem reykja gera það gegn betri vitund, eða með öðrum orðum vitandi það að með reykingunum auka þeir líkurnar á heilsutjóni, ótímabærum dauða og háum kostnaði fyrir samfélagið. Eiga hinir að samþykkja það orðalaust að þessum kostnaði sé velt yfir á þá, eins fyrirsjáanlegur og hann er?

Við þurfum sífellt að velta því fyrir okkur á gagnrýninn hátt til hvers við viljum nota sameiginlega sjóði okkar. Þeir eru jú ekki óþrjótandi, allra síst nú um stundir. Viljum við t.d. nota þá til að greiða kostnað sem reykingamenn valda okkur vísvitandi?

Það eru til fleiri leiðir en boð og bönn. Ein leiðin er að skilgreina kostnað heilbrigðiskerfisins vegna reykinga og sjá svo til þess að skattlagning tóbaks dugi til að standa undir þeim kostnaði. Þar með sætu reykingamenn sem hópur einir uppi með reikninginn. Þarna þarf að beita fremur flóknum reiknikúnstum, en sjálfsagt er þessi leið alveg fær. Bann við sölu tóbaks er þó líklega einfaldara í framkvæmd, þó að banni fylgi eflaust alltaf smygl, svartamarkaðsbrask og aðrar aukaverkanir.

Reykingafólk er upp til hópa vænsta fólk, rétt eins og annað fólk. En ég er frekar mótfallinn því að það fái óhindrað að velta þeim sértæka kostnaði sem það veldur samfélaginu með hegðun sinni, yfir á hina sem ekki reykja. Valið ætti ekki að standa á milli reykleysis og niðurgreiddra reykinga í boði samfélagsins, heldur á milli reykleysis og reykinga með öllum þeim kostnaði sem þeim fylgir. Það væri líka í samræmi við mengunarbótaregluna (e. Polluter Pays Principle).


mbl.is Heimdallur andvígur sölubanni á tóbaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

"Þeir sem reykja gera það gegn betri vitund, eða með öðrum orðum vitandi það að með reykingunum auka þeir líkurnar á heilsutjóni, ótímabærum dauða og háum kostnaði fyrir samfélagið. Eiga hinir að samþykkja það orðalaust að þessum kostnaði sé velt yfir á þá, eins fyrirsjáanlegur og hann er ? "

Það er margt í heiminum sem fólk gerir gegn betri vitund. Vissulega eru mörg dæmi um "ótímabæran dauða", en merkilegt væri að vita til dæmis, hversu stórt hlutfall af þeim sem reykja deyja "ótímabærum dauðdaga", eins og þú nefnir það.

Hár kostnaður er auðvitað mikill, en með því að skattleggja sígarettupakka 150% eins og gert hefur verið, þá hljóta nú að koma inn einhverjir seðlar inn á móti kostnaði. Svona fyrir utan það að reykingafólk borgar jú almenna skatta eins og aðrir.

Myndi forræðishyggjumönnum finnast það vera hið besta mál, að eiturlyfjaneytendum væri neitað um meðferð eða hjálp, á þeirri forsendu að kostnaðurinn er svo mikill ? (og eitthvað lítið sem kemur inn í skattekjur af eiturlyfjaneyslu)

Eða vilja menn bara velja og hafna hverjir fá læknisþjónustu og hverjir ekki ? (og þá að útiloka reykingafólk frá heilbrigðisþjónustu)

Eða hvað er markmiðið ?

Eins og staðan er í dag, eru skattekjurnar af reykingum miklar. Það er staðreynd.

Hvað finnst forræðishyggjumönnum t.d. um það að setja auka skatt á þá sem eru yfir ákveðnum BMI stuðli, þ.e.a.s. þá sem kljást við offitu. ?  Það hlýtur að vera óskastaða forræðishyggjunnar..

Annars held ég almennt að við verðum bara að sætta okkur við að fólk sé misjafnt, sumir kosta meira fyrir samfélagið, aðrir minna.  hehehe

Ingólfur Þór Guðmundsson, 16.9.2009 kl. 15:42

2 identicon

Ég er algjörlega á móti því að kjötréttir séu eyðilagðir með rauðvínssósum. Burt með rauðvínssósuna!

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 15:51

3 identicon

"Varla er hægt að finna neinn annan ámótastóran lífsstílstengdan vanda, a.m.k. ekki hérlendis. Þess vegna er eðlilegt að menn beini sjónum sínum að reykingum í þessu sambandi." - Í alvöru?

Áfengi? Kaffín? Sykur? Súkkulaði? Amfetamín? Kókaín?Díezapan? Valíum? Zoloft? Kaffín? Sykur? Súkkulaði?

Þú virðist vitrari en svo, að skila ekki hvað ég er að fara... Og ég skil þinn texta - en gera það aðrir?

Skorrdal (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 15:54

4 identicon

Á þá líka að rukka þá sem drekka áfengi um sérstakan auka skatt til að standa undir lækniskostnaði við áfengistengda sjúkdóma og á kannski líka að búa til aukaskatt sem eingöngu þeir sem nota bíla þurfa að greiða svo hinir þurfi ekki að borga neitt í vegakerfið?  Á líka að neyða þá sem hreyfa sig ekki nógu mikið til að borga aukaskatt því þeir eru líklegri til að veikjast og líka þá sem hreyfa sig of mikið því þeir gætu meitt sig og lent á spítala?

Jónas (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 15:56

5 identicon

Jónas þú skilur bara ekki pointið... þú ert greinilega illa gefinn og ljótur einstaklingur... og ég er viss um að þú sért með pjöllu!

Mummi Rebell (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 16:15

6 identicon

Ég seldi minn síðasta bíl 1992! Á ég inneign, Jónas? I wish! Þrátt fyrir að hafa ekki verið hátekjumaður, hef ég hingað til þurft að greiða auka til samfélagsins - á meðan bræður mínir, sem hafa haft allt að milljón á mánuði (eða jafnvel margfallt meira en það!) hafa fengið greitt frá Skattinum!

Það er EKKERT réttlæti á Íslandi, aðeins ranglæti og misrétti. Því hef ég kynnst síðasta áratugin - eða tvo...

Skorrdal (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 16:15

7 Smámynd: Kommentarinn

Jónas: Þeir sem drekka áfengi eru rukkaði um sértstakan skatt sem er greiddur um leið og áfengi er keypt. Yfir 80% af verðinu á ginflösku eru skattar og opinber gjöld.

Annars væri ég alveg til í að banna þessa bannara alla sem lifa góðu lífi hérna á Íslandi og gera eins og þeir geta til að reyna að gera þetta að leiðinlegasta landi í heimi... 

Kommentarinn, 16.9.2009 kl. 16:29

8 Smámynd: Héðinn Björnsson

Held að lang flestir sem reykja gera það samfélaginu að kostnaðarlausu þar eð umfram kostnaðurinn við að hjálpa þeim yfir móðuna miklu miðað við aðra einstaklinga ur umtalsvert minni en það sem þeir skilja eftir af ónotaðri öldrunaþjónustu og líeyrissjóðsgreiðslum fyrir okkur hin.

Þannig er það hinsvegar ekki varðandi hóp eins og ökumenn. Þeir nota verðmætt landsvæði undir allt of stóra vegi og borga ekkert fyrir það. Skattarnir þeirra fara allir í að leggja vegi en borga ekkert auðlyndargjald fyrir landflæmið til jafns við íbúðareigendur. Fyrir utan allan kostnaðinn af kolefniskvótanum sem þá ekki fer í atvinnuuppbyggingu. Það væri líklega hægt að lækka tekjuskattinn talsvert gegn því að hækka bílaskattana til samræmis við landnotkun þeirra, til mikils hagræðis fyrir okkur sem ekki eigum bíl og þá mætti jafnvel hætta að greiða niður strætó.

Héðinn Björnsson, 16.9.2009 kl. 17:18

9 Smámynd: Kommentarinn

Sammála héðni. 50% af borginni fer undir vegi og bílastæði. Þetta er bruðl af verstu sort gerir borgina allt of stóra svo það tekur heila eilífð að komast milli staða. Við erum samt eiginlega búin að klúðra þessu skipulagi...

Kommentarinn, 17.9.2009 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband