Leita í fréttum mbl.is

Gott veður í Borgarfirði alla laugardagsmorgna!

Veðurspáin fyrir Róm 15.-16. marsIngimundur hlaupafélagi minn heldur því fram að það sé alltaf gott veður í Borgarfirði á laugardagsmorgnum. Ég hef bara búið í héraðinu í 8 og hálft ár og þekki því ekki söguna. Samt get ég staðfest að þetta er alveg rétt hjá honum. Við höfum einmitt rannsakað þetta í sameiningu þrjá síðustu laugardagsmorgna; þá tvo fyrri með því að hlaupa Hvanneyrarhringinn - og svo í morgun með því að hlaupa frá Stafholtsafleggjaranum niður í Borgarnes. Og þetta fer ekkert á milli mála. Í morgun var t.d. logn og þoka og svo sem 6 stiga frost; aldeilis frábært veður og enn betra hlaupaveður. Svo hlupum við inn í sólskinið við Granastaði um hálfellefuleytið. Ég hef sagt það áður og segi það enn: Það eru forréttindi að hafa aðgang að æfingasal, þar sem er svona hátt til lofts og vítt til veggja. „Langt til veggja, heiðið hátt........“

Næsta laugardagsmorgun verður ekkert hlaupið. En veðrið verður örugglega gott bæði í Borgarfirði og Róm. Sunnudagsveðrið er samt enn mikilvægara í því tilviki. Eitthvað eru þeir farnir að spá smáskúrum þarna suðurfrá, en hitinn ætti að vera þetta 11-14 gráður í plús. Formerki hitastigstalna skipta máli, einkum þegar fjær dregur núllinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband