Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlegt áhugaleysi!

Það vill greinilega enginn græða á því að framleiða demanta í bílskúrnum sínum. Alla vega hef ég ekki fengið neinar fyrirspurnir um málið í framhaldi af bloggskrifum gærdagsins. Og það mætti heldur enginn á kynninguna í Hyrnutorgi, held ég. Crying

Nú, það viðurkennist sem sagt hér með, að um aprílgabb var að ræða. Líklega hefur það verið alveg misheppnað, því að ég veit ekki til að neinn hafi hlaupið neitt þess vegna. Ég hljóp ekki einu sinni sjálfur í gær!

Sumt í demantafærslunni var kannski ekki alveg út í hött, en annað var býsna hæpið. En þetta á allt eftir að verða að veruleika! Þannig er það nefnilega yfirleitt með aprílgöbbin mín. Sjáið t.d. aprílgabbið á blogginu mínu í fyrra, þar sem sagt var frá því að Al Gore væri að koma til landsins. Og viti menn: Hann kemur í næstu viku og verður með fyrirlestur í Háskólabíói á þriðjudagsmorgun! Ég verð reyndar ekki þar, af því að hann gleymdi að bjóða mér sérstaklega og ég var of seinn að útvega mér miða.

Niðurstaðan er þessi: Fylgist vel með demantafréttum í apríl 2009!!!!!! Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verða heimagerðir demantar kannski jólagjöfin í ár!!

I´m in!!!!!

Ragnhildur (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 08:37

2 Smámynd: Fríða

Ja, ég hló svo mikið að það hefur örugglega jafnast á við smá hlaup.  Tengi á þetta hjá þér.

Fríða, 2.4.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband