Leita í fréttum mbl.is

47 kíló af koltvísýringi

Ég missti af fyrirlestrinum hans Al Gore í morgun. Ástæðurnar fyrir fjarveru minni voru tvær: Annars vegar tókst mér ekki að verða mér úti um miða, og hins vegar er ég staddur í þriggja daga vinnutörn á Snæfellsnesi, sem ég mátti illa við að sleppa úr.

Auðvitað var það skelfing leiðinlegt fyrir okkur báða að ég skyldi ekki geta mætt. En það er huggun harmi gegn að með fjarveru minni kom ég í veg fyrir að 47,47 kg af koltvísýringi slyppu út í andrúmsloftið. Til að komast á fundinn hefði ég nefnilega þurft að keyra á Príusnum fram og til baka milli Stykkishólms og Reykjavíkur. Þetta eru 172 km hvora leið, þ.e.a.s. 344 km báðar leiðir. Bíllinn hefði líklega eytt 6 bensínlítrum á hundraðið - og við brennslu á hverjum lítra myndast u.þ.b. 2,3 kg af koltvísýringi. Sem sagt:
2x172 km x 0,06 l/km x 2,3 kg CO2/l = 47,47 kg CO2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

já hugsaðu þér Stefán hvað það hefði verið umhverfisvænna að Al hefði setið heima

Guðrún Helgadóttir, 9.4.2008 kl. 09:34

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Já, ég velti svona löguðu oft fyrir mér þegar ég er sjálfur á þeytingi í meintum umhverfiserindagjörðum. (Reyndar þeytist ég snöggtum minna en Al). Spurningin er sem sagt sú hvort gagnsemi þess sem maður gerir nægi til að vinna upp neikvæðu umhverfisáhrifin. Ég reyni að trúa að svo sé, af því að ég vinn í þessum geira, en efasemdirnar sækja stöðugt að. Hver sem niðurstaðan er, verður maður alltaf að vera gagnrýninn á eigin gjörðir hvað þetta varðar. Ef við lítum á þetta Al-dæmi, þá veit ég að margir komu mjög uppveðraðir út af fyrirlestrinum. Kannski voru þeir nógu margir til að réttlæta túrinn. Til þess að svo sé þurfa viðkomandi einstaklingar þó að gera meira en að vera uppveðraðir innra með sér. Þeir þurfa að láta til sín taka, bæði í eigin ranni og með jákvæðum áhrifum á aðra.

Stefán Gíslason, 9.4.2008 kl. 12:03

3 identicon

Já ég sá einmitt í fréttunum að Al var að spyrja eftir Mr Stebba Gisla his friend from Borgarnes.

Knús frá bollunni í borginni

Harpa frænka (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 18:17

4 identicon

Sæll Stefán

Nú fer ég að skilja hvers vegna þú ert að leggja sífellt meiri áherslu á langhlaup!!!!!

 Mbk

 Gunnlaugur

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 14:53

5 Smámynd: Stefán Gíslason

Já, maður verður að fara að hætta nota bílinn. Ætli markmiðið sé ekki að verða eins og Pólverjinn sem skokkaði til Grikklands þarna í fyrra. Annars er það auðvitað áhyggjuefni hvað maður þarf að éta óskaplega mikið til að halda holdum og kröftum á hlaupunum. Einhver snillingur var meira að segja búinn að reikna það út að maður losaði minni koltvísýring með því að fara allra sinna ferða á bíl. Jæja, hann fór nú reyndar svolítið út á jaðarinn í röksemdafærslunni.

Stefán Gíslason, 11.4.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband