Leita ķ fréttum mbl.is

Hlaupaleišir viš Borgarnes

Hér fara į eftir langžrįšar og ómissandi upplżsingar um nokkrar hringleišir ķ nįgrenni Borgarness, sem eru nęstum eins og snišnar fyrir hlaupara.

1. Andakķlshringurinn 14,2 km
Lagt er af staš viš vegamót Borgarfjaršarbrautar (50) og Mófellsstašavegar (507) skammt innan viš bęinn Innri-Skeljabrekku og hlaupiš įleišis upp ķ Skorradal, framhjį Hreppslaug og aš vegamótum viš vesturenda Skorradalsvatns skammt frį Indrišastöšum, beygt til vinstri yfir efri brśna į Andakķlsį og skömmu sķšar aftur til vinstri nešan viš bęinn Grund og hlaupiš nišur Skorradalsveg (508), framhjį Mišfossum og aš vegamótum viš Borgarfjaršarbraut skammt frį bęnum Ausu. Žar er enn beygt til vinstri eftir Borgarfjaršarbraut, hlaupiš yfir nešri brśna į Andakķlsį og sem leiš liggur į upphafsstašinn. Mestur hluti leišarinnar liggur ķ sęmilega sléttu landi, en žó er brekkan upp hjį Hreppslaug bżsna togandi. Malarvegur er fyrstu kķlómetrana, ž.e.a.s. upp aš Skorradalsvatni, en bundiš slitlag eftir žaš. Umferš er sjaldnast til ama į žessari leiš.

2. Hesthįlshringurinn minni 20,9 km
Lagt er af staš viš vegamót Borgarfjaršarbrautar (50) og Mófellsstašavegar (507) skammt innan viš bęinn Innri-Skeljabrekku og hlaupin sama leiš og į Andakķlshringnum, allt aš vegamótunum nešan viš bęinn Grund. Žar er sķšan žjóšvegi 520 fylgt yfir Hesthįls og nišur ķ mynni Lundarreykjadals. Žar er beygt til vinstri og Uxahryggjavegi (52) fylgt stuttan spöl, nišur aš vegamótunum viš Borgarfjaršarbraut skammt frį bęnum Hesti. Žar er enn beygt til vinstri og hlaupiš eftir Borgarfjaršarbraut sem leiš liggur į upphafsstašinn. Nokkur hęšarmunur er į leišinni, einkum į Hesthįlsi, sem žó er lęgsti fjallvegur Ķslands, a.m.k. af žeim sem komast į žar til geršan lista ķ Vegahandbókinni, ašeins 120 m yfir sjó žar sem hęst er. Viš žetta bętist svo brekkan upp hjį Hreppslaug, sem er bżsna togandi. Malarvegur er fyrstu kķlómetrana, ž.e.a.s. upp aš Skorradalsvatni, og sömuleišis yfir Hesthįls, en bundiš slitlag aš öšru leyti. Umferš er sjaldnast til ama į žessari leiš.

3. Hesthįlshringurinn stęrri 25,1 km
Lagt er af staš viš vegamót Borgarfjaršarbrautar (50) og Mófellsstašavegar (507) skammt innan viš bęinn Innri-Skeljabrekku og hlaupin sama leiš og į minni Hesthįlshringnum, žar til komiš er inn į Borgarfjaršarbraut fyrir nešan bęinn aš Hesti. Skömmu sķšar er beygt til hęgri nišur Hvķtįrvallaveg (510) og hlaupiš nišur undir Hvķtįrvelli. Žar er beygt til vinstri og Hvanneyrarvegi (511) fylgt fram hjį Hvanneyri, aš vegamótum viš Borgarfjaršarbraut skammt frį bęnum Ausu. Žar er beygt til hęgri og hlaupiš eftir Borgarfjaršarbraut į upphafsstašinn. Nokkur hęšarmunur er į leišinni, einkum į Hesthįlsi, sem žó er lęgsti fjallvegur Ķslands, a.m.k. af žeim sem komast į žar til geršan lista ķ Vegahandbókinni, ašeins 120 m yfir sjó žar sem hęst er. Viš žetta bętist svo brekkan upp hjį Hreppslaug, sem er bżsna togandi. Malarvegur er fyrstu kķlómetrana, ž.e.a.s. upp aš Skorradalsvatni, og sömuleišis yfir Hesthįls. Sömuleišis er möl į Hvķtįrvallavegi og į Hvanneyrarvegi frį Hvķtįrvöllum aš Hvanneyri. Umferš er sjaldnast til ama į žessari leiš.

4. Hvanneyrarhringurinn minni 33,0 km
Lagt er af staš frį vegamótum viš Hyrnuna ķ Borgarnesi og hlaupiš noršur Vesturlandsveg aš bęnum Beigalda. Žar er beygt til hęgri inn į Ferjubakkaveg (530) og hann hlaupinn į enda. Sķšan er aftur beygt til hęgri og hlaupiš eftir Hvķtįrvallavegi (510), yfir gömlu Hvķtįrbrśna, framhjį Hvķtįrvöllum og įfram eftir Hvanneyrarvegi (511), framhjį Hvanneyri og aš vegamótum viš Borgarfjaršarbraut skammt frį bęnum Ausu. Žar er beygt til hęgri og hlaupiš eftir Borgarfjaršarbraut allt aš vegamótum viš Vesturlandsveg viš sušurenda Borgarfjaršarbrśarinnar, og žašan yfir brśna į upphafsstašinn viš Hyrnuna. Engar umtalsveršar brekkur eru į žessari leiš, nema žį helst upp af Grjóteyri, skömmu įšur en komiš er aš Borgarfjaršarbrśnni. Mestur hluti leišarinnar er į bundnu slitlagi, aš frįtöldum hluta af Ferjubakkaveginum og žašan aš Hvanneyri. Vegna umferšar er best aš hlaupa žessa leiš snemma morguns, žvķ aš umferš į Vesturlandsvegi getur veriš bęši bżsna mikil og hröš žegar kemur fram į daginn.

5. Hįfslękjarhringurinn 17,9 km
Lagt er af staš frį vegamótum Snęfellsnesvegar (54) og Sólbakka, skammt frį hringtorginu nešan viš Hśsasmišjuna ķ Borgarnesi, hlaupiš noršur Sólbakka og sķšan beygt örlķtiš til vinstri inn į malarveg sem liggur mešfram nżjum išnašarlóšum ķ noršurjašri byggšarinnar ķ Borgarnesi. Viš bensķnstöš Atlantsolķu kemur dįlķtill hlykkur į leišina, sem sķšan fylgir Vallarįsi allt aš hesthśsahverfi Borgnesinga. Žar er beygt til vinstri og hlaupiš upp brekku og sķšan til hęgri ofan viš hesthśsahverfiš og sem leiš liggur upp ķ fólkvanginn ķ Einkunnum. Skömmu įšur en komiš er upp ķ skóginn er beygt til hęgri inn į lausan malarveg sem hlykkjast vestur yfir Hįfslęk, allt vestur į Jaršlangsstašaveg viš Langį. Honum er svo fylgt nišur aš vegamótunum austan viš Langįrbrśna, žar sem beygt er til vinstri inn į Snęfellsnesveg. Loks er hlaupiš eftir Snęfellsnesvegi aš upphafsstašnum. Engar umtalsveršar brekkur eru į žessari leiš, nema helst viš bęinn Laufįs skammt austan viš Langįrbrśna. Vegurinn upp aš Einkunnum er malarvegur, oftar en ekki fremur laus ķ sér. Vegurinn frį Einkunnum og vestur aš Langį er mjög laus og fremur grófur. Jaršlangsstašavegur er lķka malarborinn og žar getur ryk veriš til leišinda, en umferš er žó oftast lķtil. Umferš um Snęfellsnesveg getur veriš allžung į annatķmum. Žar eru kantar naumir og leišin ekki örugg til hlaupa žegar umferšin er mest.

6. Grenjamślahringurinn 37,6 km
Lagt er af staš frį vegamótum Ólafsvķkurvegar (54) og Grķmsstašavegar (535) vestan viš brśna į Urrišaį, og hlaupiš eftir Ólafsvķkurvegi til noršvesturs, vestur fyrir Įlftį og aš vegamótum viš Hķtardalsveg (539). Žar er beygt til hęgri og hlaupiš eftir Hķtardalsvegi inn fyrir bęinn aš Mel. Žar er aftur beygt til hęgri inn į vegarslóša sem liggur upp undir mślana og įfram til austurs mešfram Grenjamśla, fram hjį Ytri- og Syšri Hraundal og loks nišur Grķmsstašaveg aš upphafspunkti. Leišin mešfram mślunum er falleg, en mishęšótt og gróf. Žar eru einnig nokkrir fremur smįir óbrśašir lękir. Ekkert bundiš slitlag er į leišinni, nema į Snęfellsnesvegi. Žar getur umferš veriš til óžęginda fyrir hlaupara į annatķmum, en aš öšru leyti er leišin fįfarin.

Lęt žessar sex leišir nęgja aš sinni. Žrjįr til višbótar eru til skošunar og veršur e.t.v. lżst sķšar žegar ég er sjįlfur bśinn aš hlaupa žęr og męla. Ein žeirra er fullvaxinn Hvanneyrarhringur, žar sem Ferjubakkavegurinn er ekki notašur til aš stytta sér leiš. Önnur er umhverfis Skorradalsvatn, sem er vęntanlega frekar krefjandi hlaupaleiš. Sś žrišja er frį Borgarnesi, upp aš Laxholti, vestur meš Įlftavatni aš Stangarholti og žašan nišur Jaršlangsstašaveg.

Ég efast ekki um aš eftir lestur žessara upplżsinga žyrpist fólk śt til aš hlaupa žessar skemmtilegu leišir. Žaš gera menn žó į eigin įbyrgš. Žį er gott aš hafa ķ huga, aš allar žessar leišir er jafnlangar hvort sem žęr eru hlaupnar réttsęlis eša rangsęlis - og óhįš žvķ hvar į hringnum hlaupin hefjast.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2020
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband