Leita í fréttum mbl.is

Svansmerkt jarðgerðarílát

Fyrr í sumar leit ég við í helstu garðyrkjubúðunum og kannaði úrvalið af ílátum til heimajarðgerðar. Að vanda varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Ég fann nánar tiltekið ekki eitt einasta nothæft ílát. Hins vegar fann ég botnlausan og óeinangraðan kassa í einni búðinni fyrir 28.000 kall!!! Angry Svoleiðis ílát eru sem sagt ekki nothæf að mínu mati. Þau fjúka t.d. nokkuð auðveldlega í íslenskum vindi, veita sáralitla mótspyrnu gegn innrásum dýra sem ágirnast innihaldið og búa ekki til góðar aðstæður fyrir lífverurnar sem sjá um jarðgerðina. Til þess þarf einangrun.

Norræni svanurinnÞað er í sjálfu sér mjög auðvelt að velja gott jarðgerðarílát. Það þarf bara að vera vottað af Norræna svaninum. Þá getur maður m.a verið viss um að ílátið sé laust við hættuleg efni, að engin göt eða rifur á kassanum séu stærri en 7 mm (sem þýðir að engin meindýr komast inn), að lokið geti ekki fokið af, að ílátið sé í 5 ára ábyrgð og að virknin haldist þótt frost sé úti.

Samt er þetta ekki auðvelt, því að svansmerktir kassar fást ekki í íslenskum búðum. Hins vegar flytur R. Gíslason ehf. inn nokkrar gerðir af svansmerktum ílátum í smáum stíl. Þeir sem vilja stunda heimajarðgerð og vantar nothæf ílát til þess, geta því sem best snúið sér þangað. Eðlilega er verðið hins vegar nokkuð hátt, þar sem hagkvæmni stærðarinnar nýtur ekki við.

Á heimasíðu Svansins í Noregi er hægt að fræðast meira um heimajarðgerð og Svansmerkt jarðgerðarílát. Þar er líka þessi fína mynd af nýja jarðgerðarílátinu mínu. Smile

Cipaxkassi, alveg eins og minn :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband