Leita í fréttum mbl.is

Lengsta ár sögunnar

Árið 2008 er orðið lengsta ár sögunnar, mælt í hlaupnum kílómetrum. Það sem af er árinu er ég búinn að hlaupa nákvæmlega 1.218,14 km. Næstlengsta árið í þessum skilningi var árið 2007 með 1.200 km. Þar á eftir kemur árið 1996 með 917 km. Öll önnur ár hafa verið styttri en 600 km, þó með fyrirvara um árin 1973-1975, sem ég hef ekki lagt saman enn.

Annað hvort er maður tölfræðinörd eða ekki. Ég er það greinilega ekki. Það er auðvitað engin frammistaða að vera ekki með nákvæmari mælingu á þessu. Tveir aukastafir í kílómetratölum gefa kost á 5 metra skekkju á annan hvorn veginn! Þarf að vinna í þessu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband