Leita í fréttum mbl.is

Áheitahlaup á laugardag

Eins og landsmönnum er kunnugt ætla ég að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Ætlaði upphaflega töluvert lengri vegalengd, en æfingamagn sumarsins gefur tæplega tilefni til þess. Því ákvað ég að láta 10 km duga, enda gefur það líka tækifæri til að ljúka ákveðnu verki. Ég þarf nefnilega að hlaupa 10 km á betri tíma en 43:27 mín við fyrstu hentugleika.

Forsaga málsins er sú, að í fyrra hitti ég Pétur Pétursson, vin minn, Strandamann og fyrrum landsliðsmann í þrístökki, á förnum vegi, nánar tiltekið á Djúpvegi skammt frá Hólmavík. Við þetta tækifæri benti hann mér á að hann hefði hlaupið 10 km á 43:27 mín eftir fimmtugt og lét að því liggja að ég hlyti nú að geta gert betur á nýfengnum sextugsaldri. Það er því ljóst að ég verð ekki í rónni fyrr en þessu markmiði er náð.

Reyndar á ég miklu betri tíma en 43:27 mín. Ég hef sko hlaupið 10 km á 36:54,8 mín, en það var þegar ég var 17 ára, og af einhverjum ástæðum hefur mér gengið illa að nálgast þann tíma síðustu árin. Núna er 43:27 raunhæft markmið, sem ég tel mig eiga um 50% möguleika á að ná á laugardaginn.

Hlaupið á laugardag er áheitahlaup. Þeir sem vilja heita á mig eða aðra hlaupara, t.d. Þorkel son minn, sem á vel að merkja best 39:32 mín í 10 km, geta gert það með einföldum hætti með því að fara inn á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins, smella þar á tengilinn „Heita á hlaupara“ og fylgja þeim leiðbeiningum sem þar birtast. Féð sem við feðgarnir söfnum með þessum hætti rennur til FSMA, félags aðstandenda og einstaklinga með SMA-sjúkdóminn (Spinal Muscular Atrophy) á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband