Leita í fréttum mbl.is

Ný grein: Fróðleiksferðamennska?

Á dögunum fékk ég athyglisverðan tölvupóst frá ungri konu í Svíþjóð, þar sem hún var að leita eftir góðum ráðum við allsérstæðu vandamáli sem plagar sænsk sveitarfélög og opinberar stofnanir. Svíar hafa nefnilega tekið svo afgerandi forystu í ýmsum þáttum umhverfismála að þangað streyma heilu sendinefndirnar víða að til að fræðast um það hvernig Svíar leysi hin ýmsu viðfangsefni, svo sem sjálfbært skipulag borga og bæja, stjórnun úrgangsmála og uppbyggingu sjálfbærra orkukerfa. Nú er svo komið að margir opinberir starfsmenn hafa ekki undan að taka við gestum og útskýra fyrir þeim hvernig hin ýmsu umhverfismál eru leyst í viðkomandi stofnun. Í mörgum tilfellum er þarna um að ræða hreina viðbót við daglega vinnu þessa fólks, þannig að þessar annars ánægjulegu heimsóknir eru orðnar býsna íþyngjandi.

Ég hef ekki þurft að glíma mikið við þetta sérstæða vandamál og á því ekki mörg góð ráð fyrir þessa ungu konu. Hins vegar sé ég auðvitað ýmis tækifæri í vandamálinu og held að Svíar ættu sem best að geta nýtt sér þau. En ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa bloggfærslu er ekki umhyggja fyrir Svíum, þó að ég líti vissulega á þá sem frændur mína og vini. Ég er miklu fremur að minna á þau tækifæri sem liggja í því bæði fyrir þjóðir og einstök svæði, að vera í fararbroddi á einhverju sviði.

Ég veit að nú þegar kemur slatti af fólki til Íslands á hverju ári til að fræðast um nýtingu jarðvarma og fleira þess háttar. Ég sé hins vegar fyrir mér að ákveðnari stefnumótun og meiri kjarkur til að nýta Ísland sem tilraunastöð fyrir verkefni í anda sjálfbærrar þróunar, myndu skapa veruleg tækifæri í ferðaþjónustu! En þá þarf maður náttúrulega líka að vita hvernig maður ætlar að bregðast við, þannig að þessi nýja tegund ferðamanna skapi gestgjöfunum og þjóðarbúinu tekjur en ekki bara "some headache to [...] civil servants", svo ég stelist nú til að vitna orðrétt í umræddan tölvupóst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta þykir mér athyglisverð hugmynd, aldrei að vita nema ég steli henni. allavega finnst mér það ætti að vera hægt að koma henni í framkvæmd hér á landi í einhverri mynd...annar er allt fínt að frétta norðan af Tröllaskaga við ystu sjónarrönd, heyrumst.

Valur Þór Hilmarsson (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Það er nauðsynlegt að stela svona hugmyndum! Annars koma þær ekki að gagni.

Stefán Gíslason, 29.9.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband