Leita í fréttum mbl.is

Það skyldi þó aldrei vera?

Mér finnst hugmynd Brynhildar góð, enda ekki við öðru að búast af henni. Ég er reyndar ekki viss um að auðvelt sé að hrinda hugmyndinni í framkvæmd, né að námskeið dugi til að tryggja þá tungumálakunnáttu sem nauðsynleg er í viðkvæmum samskiptum milli landa. Samt finnst mér hugmyndin góð, vegna þess að hún vekur mann til umhugsunar!

Það er einkennileg og reyndar verulega óþægileg tilhugsun, að e.t.v. hafi léleg tungumálakunnátta ráðamanna valdið mestu skakkaföllum sem um getur í stjórnmálasögu Íslands síðustu árin! Þetta mætti gjarnan rannsaka „þegar rykið er sest“, þó ekki væri til annars en að reyna að læra af mistökunum.


mbl.is Vill senda ráðamenn á tungumálanámskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vissulega umhugsunarefni á hvaða gæðastigi tungumálakennsla í skólum þjóðarinnar er. Því miður rekur maður sig á það alltof oft að kunnátta í tungumálum hér er afskaplega yfirborðskennd. Fyrir nú utan að algjör skortur á þekkingu Íslendinga í almennum mannasiðum og mannlegum samskiptum yfirleitt, er einn og sér nægilegur til þess að manni líður yfirleitt illa þegar maður er staddur með löndum sínum á erlendri grund. Allt þetta stafar af minnimáttarkennd og þeim leiða misskilningi að hægt sé að setja samasemmerki milli háttvísi í samskiptum við annað fólk og undirlægjuháttar. Það ætlar að reynast Íslendingum torsótt að komast upp úr hjólförunum, sem óhappamaðurinn Jónas frá Hriflu lagði með þjóðernishroka þeim, er hann innprentaða mörgum kynslóðum í gegn um Íslandssögu sína.

Netamaðurinn (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 17:36

2 identicon

Alveg sammála. Íslendingar halda yfirleitt að þeir séu mjög góðir í ensku en því miður er það ekki alltaf raunin. Nota á túlka við samskipti þar sem ekkert má bera í milli og smávegis misskilningur getur verið afdrifaríkur.

Valgerður Þórðardóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband