Leita í fréttum mbl.is

Íslenskt „gúgl“ skaðar minna

Í tilefni af frétt um koltvísýringslosun við notkun leitarvéla er rétt að minna á, að þetta er ekki sá veruleiki sem blasir við „gúglurum“ á Íslandi. Að vísu rengi ég ekki samanburðinn við hraðsuðuketilinn, en á Íslandi er málum þannig háttað að enginn koltvísýringur losnar við „gúgl“ og heldur ekki þegar tevatn er soðið í katli. Við erum nefnilega svo heppin að hafa aðgang að nær koltvísýringslausri raforku. Að vísu losnaði einhver slatti af koltvísýringi þegar tölvan og hraðsuðuketillinn voru framleidd, en ég hygg að hann hafi hvort sem er ekki verið tekinn með í reikninginn í Harvard.

Þegar horft er á þetta í enn stærra samhengi eru leitarvélar vel til þess fallnar að ýta undir nýsköpun sem dregur úr losun koltvísýrings þegar til lengri tíma er litið. Leitarvélar hraða nefnilega útbreiðslu þekkingar!


mbl.is Áhrif „gúgls“ á umhverfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held reyndar okunotkunin við gúglið sé minnst í heimatölvu gúglarans heldur sé verið að tala um orkunotkun þeirra gríðarstóru gagnavera sem keyra áfram vinsælustu vefsíðu í heiminum. Þessi gagnver eru flest í Bandaríkjunum þar sem helmingurinn af rafmagninu er framleiddur með kolum. Þess vegna er tækifæri til að gera upplýsingatækni grænni með því að koma upp gagnaverum á Íslandi sem myndu nota græna orku.

Bjarki (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:21

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Góð ábending Bjarki! Það er mjög líklega rétt að gúglið þurfi meiri orku í gagnaveri en í heimatölvu gúglarans, þó að maður sjái reyndar ekki í fréttinni hvar mörkin eru dregin. Alla vega eru augljóslega mikil tækifæri fólgin í því að gera gagnaverin grænni með því að keyra þau á endurnýjanlegri orku, t.d. á Íslandi.

Stefán Gíslason, 12.1.2009 kl. 14:08

3 identicon

"Eðlisfræðingar, sem leggja áherslu á umhverfismál, hafa áhyggjur af áhrifum upplýsingatækninnar á umhverfið, að því er segir á fréttavef breska ríkisútvarpsins."

"Á vef BBC kemur fram að nýleg rannsókn hafi metið það svo að upplýsingatæknigeirinn í heiminum framleiði álíka mikið af gróðurhúsalofttegundum og öll flugfélög heims."

Geta varla talist eðlisfræðingar ef þeir eru það fáfróðir að vita ekki að þetta er ekki tölvunum að kenna heldur er þetta aðferðirnar sem kaninn notar til að búa til rafmagn sem er að leysa koltvísýringinn.

Aron (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 18:28

4 identicon

Það sem ég hef meiri áhyggjur af er Flash-ið sem er mikið notað fyrir auglýsingar í dag. t.d. þá fer örgjörva notkunin auðveldlega í 50-90% á innann við tveggja ára tölvu við það eitt að hafa mbl.is opna út af öllum flash auglýsingunum. Ég keyrir því firefox með flashblocker. Þetta er eitthvað sem fólk er eðlilega ekki meðvitað um og hefur því þessvegna opið á mbl og öðrum flash þungum síðum allan daginn. En þessi örgjörva notkun eyðir að sjálfsögðu rafmangi. Auglýsingar meinga :D

Víðir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 04:14

5 Smámynd: Stefán Gíslason

Takk fyrir ábendingarnar. Gaman væri að fara nánar í saumana á þessu með Flashið.

Stefán Gíslason, 13.1.2009 kl. 08:10

6 identicon

Þessi mbl.is frétt er ekki annað en léleg endursögn á þessu: http://news.bbc.co.uk/2/hi/technology/7823387.stm

Bjarki (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 08:14

7 identicon

Þar sem fréttamenn eru nú yfirleitt ekkert að vanda sig að skrifa upp það sem stendur í svona skýrslum má alveg minna á að orðalag í fréttini endurspeglar ekki endilega það sem vísindamennirnir segja nákvæmlega (kommentið með að upplýsingageirinn framleiði).

Rannsóknin lítur á alla keðjuna frá heimilistölvunni þinni og í gegnum alla keðjuna  að gagnaverum google. Þetta á líka við öll niðurhöluð gögn. Íslendingar mega vita það að svo lengi sem þeir halda öllum sínum netsamskiptum og niðurhali innanlands þá á þetta ekki við. Sem þýðir að íslenskar torrentsíður eru sérstaklega samfélagslega ábyrg leið til að nálgast gögn...

Ætli hin gelgreiddu og slepjulegu samtök Smáís verði hrifnir af því ;)  

ari (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 09:08

8 identicon

"Harvard Physicist Sets Record Straight on Internet Carbon Study ... says he never mentions Google in the study ... And the example involving tea kettles? "They did that. I have no idea where they got those statistics""
http://www.technewsworld.com/rsstory/65794.html

Hljómar eins og þessi frétt sé meira og minna uppspuni

Ólafir (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 00:31

9 Smámynd: Einar Steinsson

Smá skýring á því hvers vegna gagnaver eru svona orkufrek:

  1. Stór hluti af orkunni sem tölvur nota endar sem hiti, þeir sem hafa komið inn í netþjónarými kannast væntanlega við það að ef þú stendur aftan við skáp fullum að netþjónum er það eins og að standa fyrir framan risastóran hárblásara. Þessi hluti af orkueyðslunni er til staðar í heimilistölvum líka, prófið bara að leggja hendina yfir loftrásirnar þar sem tölvan ykkar blæs kæliloftinu út.
  2. Þar sem netþjónar eru staðsettir þarf að kæla loftið sem fer inn í vélarnar, ef hitin er of mikill eyðilegst búnaðurinn á skömmum tíma og í stórum gagnaverum þarf þessi kælibúnaður gífurlega orku. Þessi þáttur er að sjálfsögðu ekki vandamál á heimilum en ég veit um tölvukennslustofur í skólum þar sem kælibúnaði hefur verið komið fyrir.

Google eru búnir að kaupa land í Austurríki þar sem stendur til að reisa nýtt netþjónabú fyrir Evrópu og eitt af skilyrðunum sem þeir settu þegar þeir voru að velja staðinn var að orkan sem knýr netþjónabúið væri umhverfisvæn. Í Austurríki er einmitt stór hluti af raforkunni framleidd með vatni eins og á Íslandi.

Einar Steinsson, 14.1.2009 kl. 09:24

10 Smámynd: Georg Birgisson

Góð síða tengd þessari umræðu http://www.breathingearth.net/

Georg Birgisson, 14.1.2009 kl. 10:02

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú er töluverður hluti orkunnar aflað með jarðgufu. Starfsemi Hellisheiðarvirkjunar fylgir töluverður útblástur einkum af brennisteinssamböndum sem veldur ofnæmi og skaða á gróðri með súrnun. Töluvert hefur mosi orðið fyrir þungum búsifjum enda hann viðkvæmur. Til að vinna gegn þessu mætti gróðursetja umtalsmikið af trjáplöntum á austanverðri Mosfellsheiðinni. Þar hefur orðið gríðarleg gróðureyðing á undanförnum öldum en Mosfellsheiðin var þakin birkiskógi fram undir aldamótin 1700. Í byrjun 18. aldar er hann að mestu leyti horfinn og þetta gróðursamfélag mætti gjarnan endurheimta.

Í Morgunblaðinu í dag er dapurleg frétt: Milljón trjáplöntur á haugana

Mér þótti rétt að blogga um þetta verkefni sem verður að bjarga. Við verðum að sinna þessu verkefni því það tengist lífi okkar, sjá: 

http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/774460/

Kveðja í Borgarfjörðinn

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.1.2009 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband