Leita í fréttum mbl.is

Ekki bara pappírsvinna!

Regnbogi SdVið megum ekki ætla okkur of stuttan tíma til undirbúnings kosninga. Þetta verða heldur engar venjulegar kosningar. Við erum komin á endastöð á einhverri vegferð - og framundan er einhver allt önnur vegferð. Nú þarf að verða sér úti um ný farartæki og nýja ferðafélaga, því að annars endar næsta ferð í ósætti og „bileríi“ eins og sú síðasta. Við þurfum með öðrum orðum uppstokkun, sem hlýtur að hafa í för með sér verulegar breytingar, bæði á framboðslistum og á flokkaskipan.

Stundum er kosningaundirbúningur lítið annað en pappírsvinna og skemmtilegir framboðsfundir. Sá kosningaundirbúningur sem nú fer í hönd er eitthvað allt annað og meira. Flýtum okkur hægt, svo að við sitjum ekki áfram í sömu súpunni!

Það hvernig landinu verður stjórnað fram að kosningum er svo annað mál. Enn er utanþingsstjórn langskásti kosturinn sem ég sé í þeirri stöðu.


mbl.is Talsverðan tíma tekur að undirbúa kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband