Leita í fréttum mbl.is

Skaðabótaábyrgð Ísraelsmanna

Í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi var sagt frá því að þjóðir heims hefðu samþykkt að leggja fram hátt í 4,5 milljarða Bandaríkjadala til uppbyggingar á Gaza og til aðstoðar efnahagslífi Palestínumanna. Þar af ætlar Bandaríkjastjórn að leggja fram 900 milljónir dala, Saudi Arabar um 700 milljónir og Evrópusambandið um 550 milljónir, svo eitthvað sé nefnt.

Þessi viðbrögð alþjóðasamfélagsins eru gleðitíðindi. Að sjálfsögðu verða þjóðir heims að hlaupa undir bagga - og því fyrr því betra! En um leið vekur þetta upp spurningar um endurkröfurétt á hendur Ísraelsmönnum, en það voru jú vel að merkja þeir en ekki óblíð náttúra sem lögðu innviði Gaza í rúst. Auðvitað eiga þjóðir heims að drífa í að aðstoða við uppbygginguna, en mér finnst jafnsjálfsagt að þessar sömu þjóðir sendi Ísraelsmönnum síðan reikninginn. Á ekki sá að borga sem veldur skemmdunum, rétt eins og sá borgar sem mengar, skv. Mengunarbótareglunni? Á sama hátt ætti svo að láta Hamas borga það tjón sem árásir þeirra á Ísrael hafa valdið. Kannski er hægt að skuldajafna og láta bara þann sem skemmdi meira borga mismuninn þegar upp er staðið.

Eða hefur Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, kannski rétt fyrir sér þegar hann segir „að Ísraelar sem lögðu alla innviði Gaza í rúst eigi ekki að borga fyrir skemmdirnar og það tjón sem íbúarnir urðu fyrir“, þar sem erfitt sé að sanna að Hamas hafi ekki skotið frá þeim stöðum sem Ísraelar sprengdu í loft upp?

Ég veit lítið um alþjóðastjórnmál og alþjóðarétt. Er ekki einhver til í að útskýra það fyrir mér hvers vegna Ísraelsmenn hafi mátt leggja Gaza í rúst, án þess að þurfa síðan að bera neinn kostnað af uppbyggingarstarfinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað á að senda ísraelum reiknininn og draga þá síðan fyir stríðsglæpadómstól period.

Ótrúlegur andskoti hvað þessum barbörum líðst.  Til stórskammar fyrir alþjóðasamfélagið. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.3.2009 kl. 16:46

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ekki gleyma því að Ísrael er að miklu leyti rekið á kostnað Bandaríkjanna.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 3.3.2009 kl. 21:38

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er tilgangslaust að ræða um ábyrgð Ísraela. Þeir eru hafnir yfir lög og rétt - í umboði Bandaríkjanna. Og það er í stíl við framferði USA, t.d. með Guantanamobúðunum, fjöldamoðrum í Írak, fangabúðir í Afghanistan, ólöglegt fangaflug milli landa og hleranir á allri heimsbyggðinni. Ísrael og USA eru bandíttar í sérflokki og eru hin raunverulegu hryðjuverkaríki.

Ísraelar munu aldrei samþykkja frið, þeir munu aldrei samþykkja stofnun Palestínuríkis og þeir munu aldrei hætta hernámi og landtöku - aldrei meðan síonisminn ræður þar ríkjum.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.3.2009 kl. 10:53

4 identicon

Það er óyfirlýst stefna Ísraels að allir arabar eigi að fara út úr Palestínu og Gaza. Við þurfum ekkert að fara í grafgötur með það. Ísraelsmenn semja bara um það sem er þeim til góða. Þeir vita að þeir hafa Bandaríkjamenn bakvið sig hvað sem tautar og raular.  Þeir segjast vilja semja við Palestínumenn en allir slíkir samningar eiga að vera á þeirra grundvelli. Núna les maður fréttir að þeir ælti að byrja að byggja stórar landnemabyggir til viðbótar þeim sem fyrir eru á Vesturbakkanum. Þetta er allt í sömu átt. Þeir smám saman þrýsta sér meira og meira út um allan Vesturbakkann. Ef Palestínumenn kvarta þá eru þeir með hryðjuverkastarfsemi og eru miskunarlaust barðir niður með ægilegu hervaldi. Er þetta sanngjarn leikur Golíats gegn Davíð. Við Evrópumenn styðjum þetta heilshugar með því að hafa Ísraelsmenn inni í öllu okkar Evrópusamstarfi og erum með vöruskipti við Ísraelsmenn. Þetta er mikill og svartur blettur á okkur Evrópumenn. Ég talaði við menn nýlega sem flytur út fisk. Talið barst að Gaza og hann sagði að þeir flyttu út fisk til bæði Ísrael og Palestínu en það skrítna væri að allur þessi fiskur fer til ísrael. Sá fiskur sem á að fara til Palestínu og Gaza fer til ísrael fyrst og er skattlagður vel áður en hann er fluttur inn í Palestínu. Sem sagt Ísraelsmenn taka skatt af öllu sem flutt er í gegnum þá inn í Palestínu. Ekki skrítið að þeir vilji ekki að Gaza búar eigi hafnaraðstöðu. Ef þetta er ekki "barbarismi" þá veit ég ekki hvað hann kallast.  

Þorvaldur V.Þórsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 09:38

5 Smámynd: Stefán Gíslason

Takk fyrir fróðleg innlegg. Ég er - og hef lengi verið - algjörlega gáttaður á því hvað Ísraelsmönnum líðst! Einhverjar vonir bind ég við nýjan Bandaríkjaforseta hvað þetta varðar, en óttast að utanríkisráðherrann hans hafi of mikil tengsl við Ísrael til að nokkuð gerist sem tekur því að nefna. Þangað til reynir maður bara að vera bjartsýnn og sleppa því eftir bestu getu að kaupa ísraelskar vörur.

Stefán Gíslason, 5.3.2009 kl. 09:46

6 Smámynd: Stefán Gíslason

Ég er ekki sjálfum mér samkvæmur í öllu sem ég geri, ekki frekar en nokkur annar. Sneiði þó hjá fleiri vörum en ísraelskum. Reyndar gengur mér misvel að sniðganga vörur, því að uppruninn er ekki alltaf ljós. En maður yrði að litlu gagni í lífinu ef maður gerði aldrei neitt á meðan maður veit af einhverju öðru jafnbrýnu eða brýnna!

Stefán Gíslason, 10.3.2009 kl. 08:10

7 Smámynd: Stefán Gíslason

Bara svona til að hafa það á hreinu: Ég hef alls ekkert á móti Gyðingum og hef aldrei haft. Mér þykir þvert á móti vænt um allar friðelskandi þjóðir, eins og ég hygg að Gyðingar séu upp til hópa. Ég er hins vegar á móti því að stjórnvöldum í einhverju landi líðist að myrða börn annarra þjóða, hvort sem stjórnvöldin eiga lögheimili í Ísrael, Palestínu, Bandaríkjunum eða einhvers staðar annars staðar. Það eru ekki Gyðingar sem standa að morðum í Palestínu, það eru ísraelsk stjórnvöld. Ekki hef ég hugmynd um hvort þar séu aðeins Gyðingar við völd, enda skiptir það nákvæmlega engu máli.

Og ég er líka lítið spenntur fyrir því að standa í rökræðum við fólk sem ég veit ekki hvert er og vill ekki koma fram undir nafni. Rökræður grímuklæddra flokkast ekki undir lýðræðisleg og opin skoðanaskipti, a.m.k. ekki í mínum huga.

Stefán Gíslason, 11.3.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband