Leita í fréttum mbl.is

Obama fer vel af stað!

Ég er afar sáttur við frammistöðu Baracks Obama fyrstu 11 vikurnar í embætti. Af mörgu er að taka, en ég læt nægja að nefna „alúðlegar viðræður“ við fulltrúa Írans, fyrirheit um frumkvæði Bandaríkjamanna í því að skapa kjarnorkuvopnalausan heim og nú þessa frétt um málefni Palestínu.

Mér finnst virkilega uppörvandi að fylgjast með leiðtoga sem hefur kjark til að sýna öðrum þjóðum virðingu, jafnvel þótt þær spili ekki alveg eftir nótum, skilning á að vinsemd er líklegri til árangurs en fjandsemi - og festu til að fylgja eftir málum sem stuðla að betra samfélagi heimafyrir og á heimsvísu.  Og ekki spillir glæsileg framkoma og ræðusnilld fyrir.


mbl.is Obama og Netanyahu í áróðursstríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn hefur ekki staðið við 1 stk af öllum kosningaloforðunum síðan hann tók við embætti, heldur algjörlega snúið við blaðinu. Kíktu á alla ráðamennina í ríkisstjórn hans sem hann réð,  skoðaðu þetta og þá sérðu hans rétta andlit. 

 Heimildarmyndinn The Obama Deception segir margar staðreyndir.

www.infowars.com

einar (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 11:57

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hann hefur svo sannarlega snúið við blaðinu, kolsvarta síðan snýr nú niður.

Finnur Bárðarson, 8.4.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: Sjóveikur

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) :) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað :)  það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn :)

Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 8.4.2009 kl. 23:52

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ekki þykja mér athugasemdir við færsluna þín Stefán, málefnalegar og uppörvandi, ef  frá er talin færsla Finns. Ég er fyllilega sammála þér með Obama og hans verk sem forseta USA. Hann kemur með nýja og ferska stefnu inn í heimsmálin

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.4.2009 kl. 04:36

5 Smámynd: Sjóveikur

http://www.icelandicfury.se/video.php

http://www.icelandicfury.se/free/09Track.zip

það vildi ég að við Íslendingar nældum okkur í einhvern sem líktist Obama og hefði að minsta kosti helmingin af hans sjarm og mannviti, það er ekki svo að hann hafi fengið velrekið land upp í hendurnar, heldur þarf hann að þrífa upp skítinn sem fyrirrennarar hans hafa skilið eftir sig, og aldrei í sögunni hefur meiri óþrifnaður verið til staðar í nokkru landi, nema væri kanski í okkar eigin ástkæra, niðurlúta þjóðfélagi, þar sem virðist mér að fólk sé að heimta lausnir af gagnrýnendum fyrirfram, það eru engar patent lausnir til og ekki hægt að leysa nokkuð fyrr en skíturinn hefur verið þrifin burt, það er einfaldlega ekki hægt að byggja nýtt fyrr en búið er að rífa allt það gamla og moka því á haugana (lesið fangelsa) svona er staðan hjá Obama líka því miður, en við getum kanski lært af honum og hans liðsmönnum.

Byltingar kveðjur, sjoveikur

Sjóveikur, 11.4.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband