Leita ķ fréttum mbl.is

Bloggfęrslur mįnašarins, jślķ 2008

Engin hlaup į nęstunni :-(

Ég var į aldeilis frįbęru nišjamóti um sķšustu helgi į Hafursį į Héraši. Notaši tękifęriš og hljóp yfir tvo fjallvegi dagana į undan, eins og įšur hefur komiš fram. Žaš gekk vel. Allt annaš ķ sambandi viš žessa Austurlandsferš gekk lķka vel, nema aš laga kaffi fyrir ęttingjana. Ķ staš žess aš hella sjóšheitu vatni ķ kaffikönnuna, hellti ég žvķ nefnilega į löppina į mér. Įrangurinn lét ekki į sér standa: Skinniš datt af og eftir sit ég meš stóreflis brunasįr ķ višeigandi umbśšum. Crying

Ein afleišing žessa augnabliks andvaraleysis er sś aš ég get ómögulega hlaupiš. Eša - reyndar get ég žaš aušveldlega, en žį fęr sįriš engan friš til aš gróa, og ég nenni ekki aš vera lengi meš svona sįr. Enn er of snemmt aš segja til um hversu langt hlaupafrķiš veršur, en žaš er alla vega óhętt aš afskrifa žaš sem eftir lifir jślķmįnašar. Vonast til aš komast af staš aftur žegar kemur fram ķ įgśst. Žetta žżšir m.a. aš ég hleyp ekkert maražonhlaup ķ Reykjavķk ķ įgśst, žvķ aš undirbśningur veršur af of skornum skammti. En viš skulum ekki śtiloka žįtttöku ķ styttra hlaupi ķ Reykjavķkurmaražoninu, t.d. 10 km. Yfirlżst fjallvegahlaupaįętlun raskast hugsanlega ekki neitt, žvķ aš žar er ekkert į blaši fyrr en Gaflfellsheišin 11. september - og enn langt žangaš til. Reyndar hef ég veriš aš svipast um eftir heppilegum tķma til aš hlaupa noršur Krossįrdal, sem sagt žvert yfir Ķsland frį Gilsfirši til Bitrufjaršar. Žessar óvęntu ašstęšur žrengja aš žvķ skipulagi, en hver veit nema fęri og heilsa gefist um mišjan įgśst. Held įfram aš vinna ķ žvķ.

Brunasįr af žessari stęrš koma ekki ķ veg fyrir aš mašur hugsi. Ég er žvķ kominn vel af staš ķ aš skipuleggja hlaupadagskrįna fyrir įrin 2009 og 2010, bęši innanlands og utan. Fyrstu įformin į žeim langa lista verša hugsanlega gerš opinber į nęstunni. Missiš ekki af žvķ!

Hafursa 002web


Eskifjaršarheišin aš baki

Ķ dag hljóp ég Eskifjaršarheišina meš Pjetri St. Arasyni. Lögšum af staš śr Eyvindardal viš mynni Slenjudals kl. 10 ķ morgun og vorum komnir aš kirkjunni ķ Eskifirši kl. 12.

Austurland 006web
Lagt į Eskifjaršarheiši śr Eyvindardal ķ morgun. (Ljósm. Björk J)

Leišin męldist 18,76 km og tķminn nįkvęmlega 2:00:50 klst, sem var langtum betra en ég bjóst viš. Hafši gert rįš fyrir aš žetta tęki allt aš žremur tķmum. En leišin er afar greiš, vegarslóši alla leišina, aš hluta til listilega hlašinn į žeim tķma sem Eskifjaršarheiši var žjóšvegur undir lok 19. aldar.

Vešriš lék viš okkur rétt eins og ķ gęr. Hęgur vindur var af noršvestri, sem sagt mešvindur mestalla leišina, žurrt og bjart og hitinn um 16°C į lįglendi.

Óhętt er aš męla sterklega meš Eskifjaršarheiši sem göngu- og hlaupaleiš. Heišin er aušrötuš og laus viš mikinn bratta og klungur. Aš vķsu er nokkuš bratt upp brśnina aš noršanveršu, en sį halli ętti ekki aš vefjast fyrir neinum. Upphafspunktur leišarinnar er ķ u.ž.b 205 m hęš yfir sjó, en hęst fer leišin ķ 663 m, ef marka mį Garmin hlaupaśriš mitt. Endamarkiš er nišri undir sjįvarmįli (u.ž.b. 24 m). Vegalengdin frį upphafi upp į hęstu hęšir er um 7 km, en eftir žaš er allt heldur į undanhaldinu.

Sem sagt: Frįbęr leiš og skemmtilegur dagur. Frįsagnir af hlaupum dagsins og gęrdagsins verša vęntanlega komnar inn į www.fjallvegahlaup.is ķ nęstu viku.


Brekkugjį hlaupin ķ austfirskri blķšu

Hlaupiš um Brekkugjį ķ dag gekk vonum framar, enda vešriš eins og best veršur į kosiš. Ég lagši upp frį Brekku ķ Mjóafirši um 2-leytiš ķ fylgd meš Noršfiršingnum Pjetri St. Arasyni. Leišin upp į hęstu hęšina tók rśman klukkutķma (1:01:25 klst.). Žessi spölur er reyndar bara 4,02 km, en innifalin er u.ž.b. 750 m hękkun. Alla vega sżndi GPS-hlaupaśriš 808 m hęš žar sem hęst bar. Leišin upp var greiš, nema hvaš efst žar sem fariš var um brattar fannir. Žar hefšu kešjurnar komiš sér vel. Reyniš ekki aš fara žarna į blankskóm!

Til aš gera langa sögu stutta komum viš aš endamarkinu viš Žórarinsstaši ķ Seyšisfirši žegar klukkan var 10 mķnśtur gengin ķ 5. Žį voru 14,11 km aš baki og lišnar 2:10:33 klst. Mjög sįttur viš žaš.

Skrifa meira um žetta sķšar, aš vanda. Į morgun er žaš Eskifjaršarheišin. Leggjum af staš śr Eyvindardal kl. 10.00

Brekkugjį 021web
Žarna sést Pjetur stefna ótraušur upp ķ Brekkugjį į 3. tķmanum ķ dag. Leišin upp liggur hęgra megin viš langa bogna skaflinn lengst til vinstri į myndinni. Žegar upp er komiš blasir viš nżr hjalli. Žar er betra aš fara varlega į bröttum fönnum. Vešriš sést į myndinni.

PS: Hęgt er fręšast meira um hlaup dagsins ķ Svęšisśtvarpinu į Austurlandi.


Brekkugjį - framhald

Ég er bśinn aš setja grunnupplżsingar um leišina um Brekkugjį inn į www.fjallvegahlaup.is. Žiš smelliš bara į dagskrįrtengilinn og afgangurinn skżrir sig sjįlfur. Žar er lķka komiš inn dįlķtiš um Eskifjaršarheiši.

Sem sagt:

  • Brekkugjį į mišvikudag kl. 14.00 frį Brekku ķ Mjóafirši
  • Eskifjaršarheiši į fimmtudag kl. 10.00 śr Eyvindardal

Svo er bara aš vona aš vešriš verši gott og Austfjaršažokan vķšs fjarri. Smile


Brekkugjį į mišvikudaginn

Brekkugjį er nęst į fjallvegahlaupadagskrįnni. Ég ętla sem sagt aš leggja upp frį Brekku ķ Mjóafirši į mišvikudaginn (16. jślķ) kl. 14.00. Leišin liggur upp bratta hlķš, sem er vaxin žéttu kjarri nešan til, og upp ķ gjįna sem mér skilst aš sé ķ um 800 m hęš. Žetta er lķklega frekar erfišur kafli. Žegar upp er komiš taka viš aflķšandi brekkur nišur Austdal til Seyšisfjaršar. Endamarkiš er viš Žórarinsstaši.

Ég bżst viš aš žessi leiš sé um žaš bil 14 km, en vęntanlega seinfarin. Į gönguleišakorti er žetta sögš 8 tķma ganga. Bżst viš aš verša allt aš 3 tķma į leišinni og verša kominn aš Žórarinsstöšum um kl. 17.00. Į von į žvķ aš verša ķ fylgd meš einum eša tveimur öšrum hlaupurum. Gaman vęri ef enn fleiri myndu slįst ķ hópinn! Smile

Ég hef ašeins veriš aš velta žvķ fyrir mér hvort ég ętti frekar aš hlaupa hina leišina, ž.e.a.s. frį Seyšisfirši til Mjóafjaršar. En nišurstašan var sś aš halda sig viš upphaflega įętlun og hefja leikinn viš Brekku. Mér finnst eiginlega betra aš ljśka viš uppgönguna sem fyrst og geta notiš undanhaldsins lengi.

Minni į brįšabirgšavefinn www.fjallvegahlaup.is, en reyndar hefur mér ekki gefist rįšrśm til aš setja žar inn neinar ķtarlegri upplżsingar um Brekkugjį.

Jį, og svo er žaš Eskifjaršarheišin daginn eftir, fimmtudag 17. jślķ. Reikna meš aš leggja upp śr Eyvindardal kl. 10.00. Upphafspunkturinn er skammt frį Egilsstöšum. Mašur ekur bara sem leiš liggur frį Egilsstöšum meš stefnu į Fagradal og beygir svo inn į Mjóafjaršarveginn. Ętli rįsmarkiš sé ekki rśma 5 km frį žeim vegamótum.

Lęt fljóta hérna meš mynd sem var tekin af mér ķ hittešfyrra viš skógarhögg į leišinni upp ķ Brekkugjį. Žaš žarf nįttśrulega aš undirbśa svona hlaup!

brekkugjį skógarhögg 2006 web


Gott framtak hjį Plastprenti

Fréttin um aš Plastprent hafi hafiš framleišslu į plastpokum og -filmu śr maķssterkju og öšrum lķfbrjótanlegum efnum er önnur tveggja frétta į mbl.is ķ dag, sem bera žess glöggan vott aš til séu frumkvöšlar į Ķslandi sem ekki sitja ķ ólund meš hendur ķ skauti į tķmum hękkandi olķuveršs og loftslagsbreytinga, heldur snśa sér strax aš žvķ aš virkja žau tękifęri sem felast ķ žeim miklu breytingum sem framundan eru. Hin fréttin er um fyrirhugaša framleišslu fyrirtękisins Lķforku į eldsneyti śr śrgangsfitu.

Viš stöndum į žröskuldi nżrra tķma. Reyndar hafa žau orš kannski alltaf įtt viš, og teljast žvķ frekar klisjukennd, en ég fer samt ekkert ofan af žvķ aš žau eiga betur viš nśna en nokkru sinni sķšustu įratugi. Viš erum nefnilega aš vakna upp ķ įrdegi nżrrar išnbyltingar, sem veršur aš byggjast į öšru en jaršefnaeldsneyti, hvort sem mönnum lķkar betur eša verr.

VictoryŽegar dagur rķs er um tvo kosti aš velja. Annaš hvort drķfur mašur sig fram śr og tekur fullan žįtt ķ aš skapa hinn nżja dag og nżtir sér tękifęrin sem žar bķša. Eša mašur liggur sem fastast śrillur ķ krumpušum rśmfötum gęrdagsins og leyfir öšrum aš skapa framtķšina į mešan. Lķforka og Plastprent ętla greinilega aš vera ķ fyrra lišinu. Hér getur mašur nefnilega vališ liš, alveg eins og ķ ensku knattspyrnunni. Eini munurinn er sį, aš hér veit mašur hvort lišiš vinnur!


mbl.is Lķfbrjótanlegar umbśšir
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Fréttaskżring BBC um įlyktun G8-fundarins

Ķ framhaldi af umręšum dagsins um įlyktun G8-rķkjanna um loftslagsmįl o.fl. finnst mér įstęša til aš benda į afar vandaša fréttaskżringu BBC frį žvķ ķ gęr:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/7494891.stm

Śtvötnuš yfirlżsing G-8

Ég er sammįla žvķ aš yfirlżsing leištogafundar G-8 rķkjanna sé śtvötnuš, en hśn felur ķ sér almennt markmiš um aš draga śr losun gróšurhśsalofttegunda um helming fyrir 2050 til aš stöšva loftslagsbreytingar. Žrķr augljósustu veikleikar yfirlżsingarinnar eru aš mķnu mati žessir:

  1. Yfirlżsingin felur ekki ķ sér nein įfangamarkmiš fram til įrsins 2050. Žaš žżšir ķ reynd aš menn gętu frestaš ašgeršum til įrsins 2049 - og séš svo til.
  2. Markmiš um 50% samdrįtt ķ losun žessara rķkja fyrir įriš 2050 dugar engan veginn til aš stöšva loftslagsbreytingar. Žar žyrfti aš koma til a.m.k. 50% samdrįttur į heimsvķsu mišaš viš óbreyttan mannfjölda, žannig aš heildarlosun fari śr um 4 tonnum į hvert mannsbarn į įri nišur ķ um 2 tonn. Žetta kallar vęntanlega į a.m.k. 80% samdrįtt ķ losun išnrķkjanna!
  3. Žaš er ekki ljóst hvort draga eigi śr losun um helming frį žvķ sem nś er, eša frį žvķ sem var įriš 1990. Losunin hefur nefnilega aukist umtalsvert į heimsvķsu frį 1990. Žaš er markleysa aš tala um aš minnka eitthvaš um X% ef mašur tilgreinir ekki upphafspunktinn!

Žrįtt fyrir žetta ber aš fagna žvķ aš leištogarnir hafi oršiš įsįttir um loftslagsbreytingar sem vandamįl sem verši aš bregšast viš. Jafnvel slķk yfirlżsing var ekkert sjįlfsögš fyrir nokkrum įrum.


mbl.is Yfirlżsing G-8 sögš śtvötnuš
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

www.fjallvegahlaup.is

Fjallvegahlaupasķšan http://www.fjallvegahlaup.is
er komin ķ gagniš aš vissu marki. Slóšin vķsar sem sagt į brįšabirgšavefsķšu meš öllum helstu upplżsingum um fjallvegahlaupaverkefniš mitt.

Tveir hlauparar hafa lżst įhuga į aš koma meš mér um Brekkugjį og Eskifjaršarheiši ķ nęstu viku. Vęri ekki bara upplagt aš slįst ķ hópinn? Smile


Fjölmörg tennismót bišu ósigur

TennisspašiERafael Nadal er magnašur tennisleikari. Žaš var ekki nóg meš aš hann sigraši Roger Federer ķ śrslitaleiknum į Wimbledonmótinu į sunnudaginn, heldur sigraši hann lķka mótiš sjįlft. Og ekki nóg meš žaš! Į įrinu 2005 sigraši hann fjölmörg tennismót ķ röš, 81 stykki minnir mig. Og hann hefur lķka sigraš fullt af titlum. Sjįlfur veit ég ekki mikiš um tennis, en ég las žetta allt ķ 24 stundum ķ morgun. Įn žess aš žaš hafi veriš tķundaš sérstaklega ķ blašinu, žį reikna ég meš aš Wimbledonmótiš, öll hin mótin og allir titlarnir sitji eftir meš sįrt enniš eftir aš hafa tapaš fyrir Rafael. Eins gott aš hann fari ekki aš sigra afrek lķka, žį fer mašur aš rekast į daušspęld afrek śt um allar trissur!

Žetta er sem sagt mįlfarsnöldursblogg, til aš minna į aš sögnin aš sigra lżtur ekki sömu lögmįlum og sögnin aš vinna. Mašur vinnur śrslitaleiki, mót og titla - jį, og jafnvel hlaup, en mašur sigrar žau ekki! Mįliš veršur fįtękara og flatara ef žaš tapar svona blębrigšum, jafnvel žó aš žau séu kannski ekki alltaf aušlęrš eša rökrétt.


Nęsta sķša »

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2020
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband