Leita í fréttum mbl.is

Mohamed Nasheed og loftslagsbreytingar

Mér finnst umræðan hérlendis um loftslagsbreytingar frekar kæruleysisleg. Jú, menn tala um að það muni eitthvað hlýna - og þá verði auðveldara að rækta eitt og annað. Svo heyrist líka minnst á að það hækki eitthvað í sjónum, kannski um nokkra tugi sentimetra á öldinni, og að þetta þurfi menn að hafa á bak við eyrað í skipulagsvinnu. Það verði sem sagt skynsamlegt að byggja ekki alveg niðri í fjöruborðinu.

Þessi kæruleysislega umræða er svo sem skiljanleg, því að þetta er það sem blasir við í nánasta umhverfi okkar, alla vega ef maður horfir fram hjá nokkrum öðrum þáttum. En við erum ekki ein í heiminum. Hugsum okkur t.d. þá framtíð sem blasir við íbúum Maldíveyja suðvestur af Indlandi. Þar er meðalhæð yfir sjávarmáli 1,5 metrar - og hæsta „fjallið“ bara 2,4 m, þannig að eyjarnar munu einfaldlega hverfa í hafið innan 100 ára takist ekki að hefta loftslagsbreytingarnar. Á Maldíveyjum búa hátt í 400 þúsund manns, þ.e. töluvert fleiri en á Íslandi.

Ástæða þess að ég nefni Maldíveyjar einmitt núna er sú, að í dag var tilkynnt að Mohamed Nasheed, forseti Maldíveyja, hlyti verðlaun Minningarsjóðs Önnu Lindh í ár, en eins og margir muna var Anna Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar frá 1998 þar til hún var myrt í Stokkhólmi 11. september 2003. Verðlaunin fær Mohamed  fyrir framlag hans til að tengja mannréttindabaráttu og loftslagsbreytingar, svo og fyrir hlut hans í lýðræðisvæðingu eyjanna. Mohamed Nasheed komst til valda sem forseti Maldíveyja í lýðræðislegum kosningum á síðasta ári, en áður hafði hann setið sem samviskufangi vegna andstöðu sinnar við stjórnvöld sem ráðið höfðu eyjunum næstu 30 ár á undan.

Mohamed Nasheed hefur átt stóran þátt í því að koma mannlegu hliðinni á loftslagsbreytingum á dagskrá í alþjóðlegum samningaviðræðum um loftslagsbreytingar.

Sjá einnig:
Frétt á heimasíðu Náttúruverndarsamtaka Íslands í dag
Frétt á heimasíðu Minningarsjóðs Önnu Lindh
Og
upplýsingar um Maldíveyjar í upplýsingasafni CIA

Mohamed Nasheed
Mohamed Nasheed, forseti Maldíveyja. Myndin er tekin að láni
af heimasíðu Minningarsjóðs Önnu Lindh.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má vel vera að það sé að hlína á hnettinum og mikið tilað um það. En það er bara ekki talað mikið um að allir hinir hnettirnir í sólkerfinu eru einnig að hlína og varla er það okkur að kenna.

Lönd sökkva í sæ og rísa líka úr sæ, endalaust. Maldavíeyjar eru jú bara efsti hluti Tamil Natu landmassans(Pandyan Kingdom hámenning 30.000-16.500 BC(Svokallaða Golden Age of Mankind)) 

Við höfum engan rétt á að menga og dreifa skít í kringum okkur því að við erum ekki seinasta kynslóðin. En það er engin ástæða til að trúa á grýlusögur.  Hnattrænhlínun er bara verkfæri til að stjórna okkur og sjúga meiri aur útúr okkur aulunum

Alexander (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:26

2 Smámynd: Loftslag.is

Ég vona að Stefáni sé sama þó ég sendi Kristni og Alexander smá skilaboð hér.

Kristinn: Staðbundnar sveiflur í hitastigi segja okkur ekki mikið ef verið er að skoða hnattrænar breytingar á loftslagi.

Alaxender: Skoðaðu rök númer 10 í þessari bloggfærslu.

Loftslag.is, 7.5.2009 kl. 08:14

3 Smámynd: Stefán Gíslason

Jú Höskuldur, það er mér alveg að meinalausu að þú sendir skilaboð á þessum vettvangi. Ég er meira að segja þakklátur fyrir það.

Þetta með að draga víðtækar ályktanir af tímabundnum og staðbundnum sveiflum er algeng aðferð í rökræðunni. Auðvitað sveiflast hitastigið töluvert af náttúrulegum orsökum. Umræðan um loftslagsbreytingar af mannavöldum snýst hins vegar, eða ætti að snúast, um þá viðbót við sveifluna sem athafnir manna valda. Og þetta með fræðingana sem vilja „banna allt sem ekki er 'umhverfisvænt'“, er nú frekar klisjukennt, alla vega á þessum vettvangi. Loftslagsvísindin eru enda afar varfærin. Þar er jú tekið mið af varúðarreglunni sem leiðtogar flestra þjóða heims urðu ásáttir um í Ríó 1992, nefnilega þeirri meginreglu, að ekki megi nota skort á vísindalegri fullvissu um afleiðingar sem rök fyrir frestun varnaraðgerða.

Því miður er óvissan um áhrif mannsins á loftslag á jörðinni orðin ansi lítil. Og það hjálpar svo sem ekkert í þeim efnum að afgreiða sameiginlegar niðurstöður vísindasamfélagsins og stjórnvalda nær allra þjóða heims sem grýlusögur.

Stefán Gíslason, 7.5.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband