Leita í fréttum mbl.is

Nýr heimareitur

Í dag er föstudagurinn 29. febrúar 2008. Þessi dagsetning er sjaldgæf, og hentar mér því vel til sjaldgæfra verka, nefnilega til að taka ákvörðun. Sú ákvörðun sem hér um ræðir er þó ekki ein þeirra stærstu í lífinu, heldur snýst hún um að skipta um bloggþjónustu. Ég hef sem sagt ákveðið að kveðja bloggsíðuna http://www.blogcentral.is/stefangisla, sem hefur verið heimareitur minn á þessum vettvangi frá því 11. janúar 2007. Frá og með þessari stundu munu vangaveltur mínar um eitt og annað, einkum þó annað, birtast á þeirri síðu sem vér nú stöndum á. Það er von mín að þessi nýi heimareitur þyki ekki síðri viðkomustaður en sá fyrri – og að einhver muni rekast hér á sitthvað til gamans og til gagns.

Gjört í Borgarnesi að kveldi föstudagsins 29. febrúar 2008
Stefán Gíslason, bloggari


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega velkominn...

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 08:29

2 identicon

Hey til hamingju með nýju síðuna.

Ég er náttúrulega alveg drull... fúl yfir að vera ekki með fyrstu athugasemdina á þessari síðu og enþá fúlari yfir að þurfa að vera að reikna dæmi til að geta sett athugasemd hjá þér :( en það er ekkert að marka því ég var nú bara að vakna :)

Heyrði að það ætti að hlaupa Hvanneyrarhringinn í dag brrrrr ... gangi ykkur vel og hlaupið nú réttsælis :)

Ég er á leiðinni suður með sjó með mömmu Göggu

bæjó í bili ég skrifa ekki meira því ég þarf tíma í að reikna hver summan af þrettán og átta eru :) því miður kemst kommentið kannski ekki til skila að þessum sökum ...

Harpa frænka (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 08:48

3 identicon

TIL HAMINGJU!

Ég er náttúrulega ótrúlega glöð að sjá að ATKVÆÐI MITT SKIPTIR MÁLI! (Eða þú veist, ég ætla allavega að ímynda mér að svo sé - ekki svo oft sem það gerist ;)   Hlakka til að fylgjast með þér hér sem og fyrr, hef bara trú á því að fleiri fylgist með þér hérna en á gamla staðnum - og það þykir mér svo mikilvægt... bloggið þitt á nefnilega svo mikið erindi til ALLRA :)   Gangi þér vel... í öllu. Sjáumst svo á þriðjudaginn!

Arnheiður

Arnheiður (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband