1.3.2008 | 13:45
Hvanneyrarhringurinn þriðja sinni
Við Ingimundur hlupum Hvanneyrarhringinn í morgun, réttsælis eins og á síðustu helgi. Það er augljóslega miklu betra! Vorum rétt rúma 3 tíma á leiðinni, 3:09 minnir mig. Héraðið skartaði sínu fegursta, alhvít jörð, hægviðri og nánast heiðskírt, frostið kannski svona 4 gráður. Héla á stráum. Og Skessuhornið óendanlega hvítt í sólskininu. Á svona morgnum er maður virkilega minntur á hvílík forréttindi það eru að búa í svona landi og eiga aðgang að svona náttúru og geta notað hana að vild til að rækta líkama og sál. Þessi stærsta líkamsræktarstöð í heimi, sem um leið er glæsilegasta meðferðarstöðin fyrir flest sem hrjáir andann, er samt svo stórlega vanmetin.
Hvet alla til að drífa sig út, upplifa landið og breytast í skáld.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Takk, takk, takk.
Eyddi fyrri hluta dagsins einmitt úti við. Fór í Botnsdalinn... með dóttur minni og nýju myndavélinni... og líka Gumma ;) Frábær dagur í óendanlega fallegu umhverfi. Gaman að vera með myndavélina, velta fyrir sér formum, mótívum, nær og fjærumhverfi, litum, birtu, skuggum og svo framvegis. Og ég er sammála þér, lækningarmáttur kyrrðar, náttúrufegurðar og hreins lofts er óútskýranlegur og ákaflega skjótvirkjur! Bestu kveðjur til þín!
Ps. Ætla nú kannski ekki að koma daglega með athugasemdir, þrátt fyrir þessa ofvirkni núna ;)
Arnheiður (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 21:05
Velkominn á Moggabloggið, Stefán. Ég hlakka til að lesa bloggið þitt hér sem annars staðar...
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.3.2008 kl. 16:55
Velkominn í bloggheima Stefán.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 4.3.2008 kl. 18:42
Vá, komin mynd...þá verð ég eiginlega að fá þig á myndabloggvinalistann minn...
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.