Leita í fréttum mbl.is

Kominn af stað aftur

Hljóp í morgun í fyrsta sinn eftir Rómarmaraþonið. Ætlaði alltaf að taka mér vikufrí frá hlaupum, en þær urðu óvart tvær, mikið að gera í vinnunni og svona. Svo er líka gott að breyta til. Hlaupin eiga ekki að verða að einhverri skyldu eða kvöð. Happy

Mikið er nú annars gaman að rifja upp hvernig það er að hlaupa í góðum mótvindi og almennilegum kulda. Smile Reyndar er fallegt veður í Borgarfirðinum núna eins og alltaf á laugardagsmorgnum - og keðjurnar komnar í geymslu. Þetta urðu 18 km, eitthvað uppundir Ferjubakka og til baka.

Á þessari stundu ættu annars fyrstu hlaupararnir að vera að koma í mark í Marsmaraþoni Félags maraþonhlaupara. Sendi þátttakendum góðar kveðjur í huganum. Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband