Leita í fréttum mbl.is

Tími kominn á klippurnar

HaustfetiNú er upplagt að klippa limgerðið. Með því að gera það fyrr en síðar má minnka líkurnar á að fiðrildalirfur geri okkur lífið leitt þegar líður á vorið. Flest eggin frá síðasta hausti eru nefnilega föst utarlega á greinunum, þannig að ef greinaendarnir eru fjarlægðir þá fara eggin með. Annars taka eggin að klekjast út senn hvað líður, þ.e.a.s. um svipað leyti og limgerðið byrjar að laufgast. Lirfurnar skríða þá um allt tré og gæða sér á blöðunum.

Boðskapur sögunnar er þessi:  Klippa núna!

PS: Já, ég veit alveg að þetta er nákvæmlega sama bloggfærsla og birtist á gamla blogginu mínu 31. mars 2007. En það þarf jú að klippa limgerðið á hverju vori, ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband