Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt sumar

Mikið var það nú snjallt hjá Íslendingum að merkja sumarkomuna á fyrirfram ákveðinn stað á dagatalinu og gera svo þann dag að almennum frídegi. Mér hefur alltaf fundist þetta vera gleðidagur, hvernig sem viðrar. Og frídagar í miðri viku angra mig ekki neitt, þó að sumir kvarti og vilji leggja allt slíkt af til að auka afköst þjóðarinnar.

Síðustu dagar hafa verið annasamir og þess vegna blogglausir. Hlaup hafa jafnvel líka orðið að víkja fyrir vinnu. Þetta er út af fyrir sig leiðinlegt, en þar fyrir utan bara eðlileg aukaverkun þess að reka eigið fyrirtæki, þar sem fáir eru til að vinna verkin, og þar sem verkin raðast eins og snjór á vegi eftir góðan skafrenning.

Gleðilegt sumar! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt sumar... Vinnudagur hjá mér í dag, en páskafríið byrjar á morgun - loksins, loksins!

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 09:22

2 Smámynd: Fríða

Gleðilegt sumar :)

Fríða, 24.4.2008 kl. 21:02

3 identicon

Hæ hæ ég mæli með frídögum í miðri viku, það hressir bætir kætir :)

Gleðilegt sumar Stebbi minn, vonandi verður bara sól og blíða sem umlykur okkur í sumar en ekki þetta týpiska íslenska sumarveður ( þá meina ég helst sko rigninguna)

Góðar stundir

Harpa og bumbus sem er sko alveg á leiðinni :)

Harpa frænka (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband