24.4.2008 | 19:52
Þrjú góð ráð til bílstjóra
Ég hef ákveðið að gefa atvinnubílstjórum þrjú góð ráð, áður en þeir sjálfir og allir aðrir verða búnir að gleyma hvers vegna þeir byrjuðu á þessum aðgerðum sínum. Upphaflega voru þeir jú að mótmæla hækkuðu eldsneytisverði. Eins og ég útskýrði í bloggfærslu 28. mars sl., finnst mér fráleitt að ríkisstjórnin grípi til skammtímabreytinga á skattlagningu eldsneytis, hvað sem öllum mótmælum líður, enda stendur uppstokkun skattkerfisins væntanlega fyrir dyrum. Þangað til liggur beinast við að bílstjórar geri sjálfir allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr áhrifum hækkandi olíuverðs. Um það snúast góðu ráðin þrjú:
- Læra vistakstur, hafi það ekki þegar verið gert. Þetta getur leitt til allt að 15% eldsneytissparnaðar.
- Velja bíl með hóflega vélarstærð næst þegar skipt verður um bíl.
- Nota fjölskyldubíla eða sparneytna bílaleigubíla í mótmælaaðgerðir í stað flutningabíla. Þannig sparast mikið af dýru eldsneyti.
Sturla: Ekki á okkar ábyrgð" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Ástin dró mig vestur
- Engar forsendur fyrir því seinka undirbúningi
- Getum verið að tala um ár eða áratugi
- Óvenjuleg virkni sem getur leitt til eldgoss
- Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu
- Tveir bílar og rúta skullu saman: 16 um borð í rútunni
- Hljóp í útkall með slökkvitæki í hendi
- Við teljum dóminn í meginatriðum rangan
- Ekki góð áferð á þessu máli
- Hækka hættumat um mánaðamótin
- Hlaupi úr Grímsvötnum lokið
- Verklok við snjóflóðavarnir áætluð 2029
- Veitir átta fjölskyldum húsaskjól
- Ásthildur kynnti sér undirbúning strákanna okkar
- Aðgerðir þýði mögulega tilflutning á fjármagni
Erlent
- Trump náðar stuðningsmenn sína
- Gert að sæta upptöku úra og gulls
- Játaði allt á fyrsta degi
- Gullöld Bandaríkjanna hefst núna
- Skutu pilt fyrir sveðjuatlögu
- Tilfinningaþrungin stund: Hafa endurheimt lífið
- Biden náðar fyrir fram
- Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna
- Beint: Trump sver embættiseið
- Hundruð sænskra hermanna til Lettlands
Athugasemdir
Sæll Stefán þetta eru góð ráð hjá þér.
Ég hef varið á námskeið í vistakstri og var það frábært, þetta er námskeið sem allir ættu að fara á.
Svo er mikið af þessu stóru bílum með allt of stórar vélar.
p.s
Ég hef verið í sambandi við þig vegna umhverfisritgerð sem ég er að skrifa og nú er hún að verða tilbúinn og skal ég senda þér niðurstöður úr könnun sem ég gerði þar koma skemmtilegar niðurstöður varðandi umhverfisvitund fyrirtækja.
kv
Þórður Ingi
Þórður Ingi Bjarnason, 24.4.2008 kl. 20:06
Frábær ráð! Reyndar vildi ég sjá þá fara gangandi eða með strætó til að mótmæla t.d. á 1 maí. Þá fyrst trúi ég því að bensínið sé of dýrt fyrir þá.
ha ha (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:13
Stefán. Komdu sæll en mig langar að koma með ábendingar til þín um þessi ráð. Þar sem að ég er sjálfur atvinnubílstjóri.
En einyrkjar og flest fyrirtæki leggja mikið uppúr því að reyna að keyra svo kallaðann vist akstur. Sjálfur er ég á bíl sem er með eftir vagn og er með 420 hestafla vél. Sem flokkast nú undir lítinn mótor í þessum bransa og má vera að heildar þyngd 44 tonn.
En það er nú þannig að ég er ekkert endilega að eyða minni olíu en 550 hestafla bíll. Því í svona þunga þá er aflmeiri bíll ekki að reyna eins mikið á sig við að keyra uppí móti og þar að leiðandi þarf hann ekki að dæla olíu á fullu inná mótorinn til að hafa það upp. En ég vill reyndar meina að það er ökumaðurinn sem skiptir öllu um eyðslu.
En ég hef verið að reyna að ná eyðslu á bílnum hjá mér nyður. Er svona vanalega að eyða eithvað í kringum 45 lítrum á hverja 100km. En ef ég er í erviðiskeyrslu þá sérðu lítra töluna á hverja 100 ekna km. í kringum 60 lítra. En í auðveldri keyrslu í góðu veðri ekki miklum mótvind hef ég lægst farið nyðrí 36lítra.
Og svo er meðal keyralan á mér c.a. 500km á dag. Stundum meira og stundum minna.
Helgi Rúnar (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:47
Takk fyrir ábendingarnar Helgi Rúnar. Jú, ég veit að þetta með vélarstærðina er ekkert einhlítt. Ég býst við að 45 l/100 km sé algeng eyðsla. Sjálfur hef ég alla vega notað þá tölu í útreikningum fyrir bíla með meira en 12 tonna burðargetu. Tek undir það sem þú segir um mannlega þáttinn. Hér gildir það sama og víðar, að veldur hver á heldur.
Stefán Gíslason, 25.4.2008 kl. 08:17
Sæll Stefán - alltaf eru fróðlegir pistlarnir þínir þar sem þú hvetur til sparnaðar.
Þá er enn ódýrari en áhrifaríkari aðferð en þú nefnir: Að rita greinar þar sem sett eru fram einföld og skír rök fyrir þeim málstað sem sett eru fram. Þessir stóru flutningabílar eru mjög dýrir í rekstri og ættu að vera notaðir sem allra minnst utan þeirra atvinnu sem þeim er ætlað.
Mjög æskilegt hefði verið að ráðherrar hefðu veitt þessu fyrr gaum, jafnvel strax í upphafi aðgerða þeirra þungaflutningamanna. Hefði ekki verið betra að ráðamenn hefðu boðið fulltrúum bílstjóra í kaffi og gott meðlæti og farið sameinginlega yfir stöðu mála og hvaða leiðir væru færar til að gera rekstrur bílanna hagkvæmari? Því miður hafa ráðherrar verið á ferð og flugi út um allar jarðir, allt of bundnir við að kappkosta að leysa flest vandræði í heiminum en hafa ekki veitt neinum tíma í að leysa örfáa hnúta hér heima.
Með bestu kveðjur í Borgarfjörðinn.
Mosi - alias
Guðjón Sigþór Jensson, 25.4.2008 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.