13.5.2008 | 13:10
Eru til umhverfisvænir bílar?
Svarið við spurningunni er því miður nei. En hins vegar eru bílar auðvitað misumhverfisvænir. Lexus limósína með tvinnvél er t.d miklu umhverfisvænni en Lexus limósína með ekki-tvinnvél. Boðskapur sögunnar er sem sagt þessi:
- Bíllinn sem Lexus gaf Páli er ekki umhverfisvænn, þó að hann sé umhverfisvænni en aðrir bílar í sama flokki.
- Umhverfisvænleikinn lækkaði enn við það að bíllinn skyldi fluttur með flugi.
- Hræsnin er víða.
Þeir sem vilja lesa meira um umhverfisvænleika fínna Lexusbíla geta kíkt á blogg sem ég skrifaði á gömlu bloggsíðuna mína 6. júlí 2007.
Umhverfisvænn bíll fluttur með þotu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 145272
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Tottenham - Liverpool, staðan er 3:6
- Salah marka- og stoðsendingahæstur
- Sterkur sigur Real
- Landsliðskonan fór á kostum í toppslagnum
- Landsliðskonurnar öflugar í sigri.
- Mikilvægur sigur Martins og félaga
- Mikilvægur sigur Íslendingaliðsins
- United niðurlægt á heimavelli Chelsea mistókst að taka toppsætið
Athugasemdir
Því miður ekki ekki til umhverfisvænir bílar, aðeins minna umhverfisskaðandi.
Magnað hvað menn halda t.d. að Toyota Prius séu meiriháttar umhverfisvænir, ekki vitandi það að ef á heildarlíftíma bifreiðarinnar frá framleiðslu fram að förgun er Priusinn meira mengandi en Grand Cherokee jeppi með svera bensínvél.
Hræsnin er alls staðar!
Kv. Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 13:23
Ég hef svo sem heyrt þennan áður með Príusinn og Cherokeejeppann. Sá meira að segja einhverja frétt um þetta fyrir rúmu ári síðan, ef ég man rétt. Niðurstaðan virðist hins vegar stangast á við heilbrigða skynsemi og þá almennu reglu að notkun bíla vegi miklu þyngra í vistferli þeirra en framleiðslan. Hitt er svo annað, að það getur verið erfitt að hrekja svona niðurstöður á traustan og faglegan hátt, hversu hæpnar og ófaglegar sem þær eru, því að til þess þarf maður bæði að hafa aðgang að þeim gögnum sem greiningin byggir á og tíma til að fara yfir þau.
Stefán Gíslason, 13.5.2008 kl. 13:34
þetta er einfald, cherokke endist allavega 20 ár. á þeim tíma er Priusinn búinn að fara með nokkur sett af rafgeymum.
Ef þú googlar upplýsingar um hvað er í þessum rafgeymum, þá myndir þú ekki vilja urða þá í bakgarðinum þínum ; )
Rúnar Ingi Guðjónsson, 13.5.2008 kl. 14:24
Flettið upp "magnetic motor" á www.youtube.com . Þá kemur mikið af faratækjum, heimasmíðuðum og og frumgerðum frá fyrirtækjum sem ganga ekki fyrir vetni eða jarðefnaeldsneyti. Heldur jarðsegli, þessum þarna á ísskápnum. Ótrúlegt en satt.
Oskar Steinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 20:33
Nei batteríin í Prius-inum endast nánast alla lífstíd bílssins.
Loftur (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 07:05
Góðan daginn Stefán
Ég tek þig á orðinu og fer að ræða bílamál. Ég sá hér í bílablaði prófun á Citroen dísilbíl sem var allstór (ca 1500 kíló) og reyndist aðeins eyða 4-5 lítrum á hundraðið. Ég er að spá í hvort ekki sé betri umhverfiskostur að nota slíkan bíl heldur en tvinnbíl sem er með býsna flóknum og dýrum útbúnaði m.a. tvöföldum drifbúnaði þ.e. bæði rafmagns- og bensínmótor og eyðir eftir sem áður 6-10 lítrum á hundraðið. Þetta borið saman við einfalda og meira en hundrað ára gerð dísilbílsins.
Minn bensínbíll eyðir 6-7 á hundraðið og finndist mér sanngjarnt að hann væri einnig skilgreindur sem "miljöbil" (þ.e. "umhverfisvænn"), en það er hann ekki.
Ekki veit ég hver munurinn er á útblæstri dísilbíls með þeim bestu síum sem til eru í þeim bransa og bensínbíl með hvarfakút og tilheyrandi frá umhverfissjónarmiði.
Og nú er komið að þér að skýra það út!
Jón Bragi (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 07:38
Ef batterýin í Prius endast líftíma bílsins hvernig stendur þá á því að í rafmagnsbílum eins og t.d. Reva þarf að skipta um rafhlöður á 2 - 3 ára fresti?
Balsi (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 19:29
Takk allir fyrir skrifin! Í þeim er margt sem gaman væri að fara betur ofaní við tækifæri. Ég mun reyna það við fyrstu hentugleika - þegar hægist aðeins um. Margt þykist ég vita, en oftast reyni ég að fletta upp og rifja upp áður en ég birti spekina, því að jafnvel mig getur misminnt.
En bara svona til að byrja á einhverju, þá er erfitt að bera saman rafgeyma í Prius og Reva, þar sem Priusinn er með Nikkel-metalhýdríð-geyma en Reva með blýgeyma. Rýmd og notkun geymanna er þar að auki mjög ólík. Þess má líka geta að allt tvinndótið í Priusnum er í 8 ára eða 100.000 km ábyrgð frá verksmiðjunum. Læt annað bíða betri tíma. Svara því smátt og smátt í bloggfærslum, en ekki í athugasemdadálkinum. Missið ekki af því.
Stefán Gíslason, 15.5.2008 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.