Leita í fréttum mbl.is

Sorg og salami

Marina SilvaSuma daga gerist ég dálítið leiður og svartsýnn. Þannig er það til dæmis í dag. Ástæðan að þessu sinni virðist fjarlæg, því að hún er sú ein að Marina Silva, umhverfisráðherra Brasilíu, sagði af sér í gær, enda hafði hún fengið lítinn hljómgrunn í ríkisstjórninni upp á síðkastið fyrir hugðarefni sín. Hún beitti sér nefnilega gegn því að sífellt væru höggvin stærri og stærri skörð í frumskóga Amazonsvæðisins, til þess að rýma fyrir athöfnum stórfyrirtækja sem vilja „framfarir og hagnað“, eins og þau skilgreina þessi hugtök. Marina vildi sem sagt ekki að skógurinn væri látinn víkja fyrir stíflugerð, vegagerð og verksmiðjubúskap. Hún tók líka málstað heimafólks á Amazonsvæðinu og vakti athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir málflutning sinn, eldmóð og jafnvel klæðaburð í stíl frumbyggja.

Það sem er að gerast á Amazonsvæðinu er gott dæmi um svokallað Salamiviðhorf. Frumskógurinn í Amazon er nefnilega rosalega stór. Árlega eru sneiddir af honum nokkrir litlir bitar, rétt eins og þunnar sneiðar af salamipylsu. Sneiðin sem var skorin síðustu 5 mánuði síðasta árs var t.d. 7.000 ferkílómetrar, sem er líklega álíka stórt svæði og fjögur Snæfellsnes. Þetta finnst mörgum bara allt í lagi, því að nóg er til. Þetta er Salamiviðhorfið. En það þarf svo sem engan sérfræðing til að skilja að jafnvel stór salamipylsa er ekkert annað en nokkrar þunnar sneiðar - og þegar nokkrir eru búnir að fá sér þunna sneið nokkrum sinnum, er ekkert eftir.

En hvað er svona merkilegt við Amazon? Mér dettur ekki í hug að reyna að svara því með fullnægjandi hætti. Langar bara að nefna þrjú atriði:

  1. Þar eru 20% af ferskvatnsbirgðum jarðar.
  2. Þar er að finna 15% af öllum plöntu- og dýrategundum jarðar.
  3. Fjölbreytni og frjósemi svæðisins felst í lífinu ofan jarðar. Þegar því hefur verið eytt, stendur eftir ófrjór jarðvegur, sem að öllum líkindum verður orðinn að eyðimörk eftir nokkurra ára landbúnaðarnot.

Að lokum legg ég til að allir lesi „Orð dagsins“ á heimasíðu Staðardagskrár 21 á Íslandi hvern einasta dag, enda Staðardagskrá 21 svo sem upprunnin í Brasilíu ef grannt er skoðað.

PS: Við þurfum svo sem ekkert að fara til Brasilíu til að kynnast Salamiviðhorfinu
Salami er víða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjö þúsund ferkílómetrar eru ekkert smáræði! Vatnajökull er rúmlega átta þúsund.

Til samanburðar þekja birkiskógaleifarnar um 1% landsins. Í meira en heila öld hefur tekist að gróðursetja tré í nokkur þúsund hektara til viðbótar. Þannig er skóglendi á Íslandi vel innan við 2.000 ferkílómetrar. Með öðrum orðum er skógarhögg á Amazon svæðinu a.n.k. sjöfalt meira á einu ári en okkur Íslendingum hefur tekist að rækta upp skóg á lengri tíma en öld! Svo eru því miður margir að agnúast út í skógrækt! Þeir bera fyrir sig e-t óskilgreint fegurðarskyn. Haft er eftir Helga Sæmundssyni þekktum bókmenntamanni að hann líkti ræktun barrtrjáa við skeggbrodd á Fjallkonunnin!! Hvað veldur þessari einkennilegu afstöðu? Hef aldrei skilið hana enda ekki ólíklegt að margt hafi betur verið ósagt en sagt.

Bestu kveðjur í Borgarfjörðinn og endilega komdu þessari hugmynd um Skorradalsmaraþon áfram til réttra aðila!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.5.2008 kl. 14:30

2 Smámynd: Morten Lange

Dapurt að heyra að svona framsýn og hugrökk kona þurfti að láta í minnipokann.

Morten Lange, 23.5.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband