16.5.2008 | 22:30
Koltvísýringslosun og "miljöbílar"
Munurinn á umhverfisvćnleika (eđa umhverfisómöguleika) venjulegra bensínbíla, venjulegra díselbíla og tvinnbíla hefur veriđ dálítiđ til umrćđu síđustu daga, m.a. í athugasemdadálki á blogginu mínu, en líka annars stađar í tengslum viđ verđmun á bensíni og díselolíu. Margir virđast t.d. ţeirrar skođunar ađ díselolían eigi ađ vera ódýrari en bensíniđ, af ţví ađ hún sé loftslagsvćnni. Ţannig er ţađ reyndar ekki, ţví ađ fyrir hvern dísellítra sem brennt er myndast um 2,7 kg af koltvísýringi, en ađeins 2,3 kg fyrir hvern bensínlítra.* Samkvćmt ţessu er díselolían 17% meiri loftslagsskađvaldur en bensíniđ og ćtti ţví ađ vera 17% dýrari ef verđlagningin réđist alfariđ af ţessu. Hitt er svo annađ ađ díselolían er orkuríkari en bensín, og díselvélar komast af međ fćrri lítra en bensínvélar. Ţannig er gjarnan miđađ viđ ađ díselbíll eyđi 30% minna eldsneyti en sambćrilegur bensínbíll í sams konar akstri. E.t.v. er ţađ örlítiđ ofáćtlađ, en ég ćtla samt ađ styđjast viđ ţessa tölu hér ađ neđan.
Til ađ bíll sé skilgreindur sem visthćfur, er yfirleitt miđađ viđ ađ koltvísýringslosun (frá jarđefnaeldsneyti) sé ađ hámarki 120 g/km. Ţetta ţýđir ađ bensínbíll má ekki eyđa meiru en 5,2 l/100km og díselbíll 4,4 l/100km, sé miđađ viđ losunarstuđlana hér ađ framan. Á heimasíđu Bílgreinasambandsins er ađ finna lista yfir ţá bíla á markađi hérlendis sem uppfylla ţessi skilyrđi - og geta ţá m.a. lagt ókeypis í stćđi í Reykjavík. Ţar er reyndar miđađ viđ eyđslutölurnar 5,0 l/100km fyrir bensínbíla og 4,5 l/100 km fyrir díselbíla, enda losunarstuđlarnir líka örlítiđ mismunandi (sjá neđst í ţessari fćrslu). Sömu viđmiđ eru notuđ fyrir skilgreiningu á "miljöbílum" í Svíţjóđ. Reyndar koma fleiri atriđi viđ sögu í ţessum skilgreiningum, en ţetta eru ađalatriđin.
Séu yfirburđir díselbílanna skođađir nánar, og miđađ viđ framangreinda losunarstuđla og 30% eldsneytissparnađ í díselbílunum, kemur í ljós ađ ef bensínbíll eyđir 5,0 l/100km, ţá ćtti sambćrilegur díselbíll ađ eyđa 5,0x70% = 3,5 l/100km. Ţess vegna ţolir díselbíleigandinn vel ţann 17% verđmun sem hugsanlega vćri á ţessum tveimur gerđum eldsneytis. Ţessi díselbíll myndi ekki losa nema 94,5 g/km, ţ.e. um 21% minna en bensínbíllinn.
Ţađ hvort bíll sé međ hefđbundinn vélbúnađ eđa tvinntćkni undir húddinu skiptir í raun engu máli í ţessu samhengi. Ţađ er ekki rétt ađ tvinnbílarnir séu umtalsvert orkufrekari í framleiđslu en ađrir bílar, og ţar ađ auki ráđast 80-90% af heildarorkunotkuninni á öllum líftíma bílsins af notkun bílsins. Ţáttur framleiđslunnar er hlutfallslega mjög lítill og ţáttur flutninga hverfandi.
Hvarfakútar og síubúnađur skipta nánast engu máli hvađ losun koltvísýrings varđar. Koltvísýringurinn kemst sína leiđ hvađ sem ţessum búnađi líđur - og ef eitthvađ er eykst losunin međ bćttum búnađi, ţar sem eyđslan kann ađ aukast óverulega. Auk ţess myndast reyndar örlítill koltvísýringur til viđbótar í hvarfakútum viđ oxun á kolmónoxíđi, metani og óbrunnum kolvetnum. Örlítiđ minni losun annarra gróđurhúsalofttegunda kemur eitthvađ á móti, en ég treysti mér ekki til ađ fara út í smáatriđi í ţví sambandi. Alla vega skipta ţessir ţćttir afar litlu máli í loftslagsdćminu. Hins vegar skipta ţeir miklu máli hvađ stađbundna loftmengun varđar. Hvarfakútar og síur draga jú mjög úr losun ýmissra heilsuspillandi efna í útblćstrinum.
* Rétt er ađ taka fram ađ tölurnar hér ađ framan um koltvísýringslosun frá brennslu mismunandi eldsneytis eru einhvers konar međaltalstölur. Ţađ er sem sagt svolítiđ misjafnt hvađa tölur eru notađar í útreikningum. Ég hef lengst af stuđst viđ 2,3 fyrir bensín og 2,7 fyrir dísel og held mig viđ ţađ. Skekkjan ćtti í hvorugu tilviki ađ vera meiri en 0,1.
Tenglar
Gamla bloggiđ
- Gamla bloggið Bloggfćrslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síđurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráđabirgđasíđa um Stóra Fjallvegahlaupaverkefniđ :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisţćttir í rekstri olíuhreinsistöđva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburđurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ćttingjar
- Hörpumyndir Ađallega Ragnar Ingi auđvitađ
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíţróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíđan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sćnska frjálsíţróttasambandiđ
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíđa Alţjóđafrjálsíţróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Stađardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtćkiđ mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga ađ vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljř og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verđandi umhverfisvefur númer eitt
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.