29.5.2008 | 23:26
Búið að bíða nóg eftir EES
Í Bændablaðinu í gær kemur fram að í ársbyrjun 2005 hafi Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður spurt Siv Friðleifsdóttur þáverandi umhverfisráðherra hvers vegna ekki hefðu verið settar reglur hér á landi um erfðabreytt matvæli, þ.á.m. um merkingu slíkra matvæla. Í svari ráðherra kom fram að slíkar reglur hefðu verið teknar upp hjá Evrópusambandinu árið 2004, en ekki væri búið að taka þær inn í EES-samninginn. Þremur árum síðar spurði Kolbrún Einar Kr. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra sömu spurningar og fékk sömu svör. Það væri sem sagt enn verið að vinna að upptöku viðkomandi reglugerðar í EES-samninginn, og þess vegna væri ekki búið að taka þetta inn í íslenskt regluverk.
Í tilefni af þessu legg ég til að íslensk stjórnvöld hætti að bíða eftir EES í þessu máli. Ég veit nefnilega ekki til þess að það sé nein skylda! Það er einfaldlega hægt að smíða íslenskar reglur upp úr fjögurra ára gamalli reglugerð Evrópusambandsins. Það má svo aðlaga reglurnar að EES-gjörðinni síðar, ef þetta "síðar" kemur einhvern tímann - og ef svo ólíklega skyldi vilja til að þess gerðist þörf.
Ég legg líka til að íslenskir neytendur láti stjórnvöld vita að þeim sé ekki sama hvað þeir láti ofan í sig - og að þeim finnist óþarfi að búa árum saman við lélegra regluverk en þjóðir Evrópusambandins, bara vegna þess að einhverjir skrifstofumenn í Brussel eða í einhverju öðru evrópsku þorpi standi sig ekki í vinnunni.
Eða er kannski öllum sama?
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.