Leita í fréttum mbl.is

Búið að bíða nóg eftir EES

Í Bændablaðinu í gær kemur fram að í ársbyrjun 2005 hafi Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður spurt Siv Friðleifsdóttur þáverandi umhverfisráðherra hvers vegna ekki hefðu verið settar reglur hér á landi um erfðabreytt matvæli, þ.á.m. um merkingu slíkra matvæla. Í svari ráðherra kom fram að slíkar reglur hefðu verið teknar upp hjá Evrópusambandinu árið 2004, en ekki væri búið að taka þær inn í EES-samninginn. Þremur árum síðar spurði Kolbrún Einar Kr. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra sömu spurningar og fékk sömu svör. Það væri sem sagt enn verið að vinna að upptöku viðkomandi reglugerðar í EES-samninginn, og þess vegna væri ekki búið að taka þetta inn í íslenskt regluverk.

Í tilefni af þessu legg ég til að íslensk stjórnvöld hætti að bíða eftir EES í þessu máli. Ég veit nefnilega ekki til þess að það sé nein skylda! Það er einfaldlega hægt að smíða íslenskar reglur upp úr fjögurra ára gamalli reglugerð Evrópusambandsins. Það má svo aðlaga reglurnar að EES-gjörðinni síðar, ef þetta "síðar" kemur einhvern tímann - og ef svo ólíklega skyldi vilja til að þess gerðist þörf.

Ég legg líka til að íslenskir neytendur láti stjórnvöld vita að þeim sé ekki sama hvað þeir láti ofan í sig - og að þeim finnist óþarfi að búa árum saman við lélegra regluverk en þjóðir Evrópusambandins, bara vegna þess að einhverjir skrifstofumenn í Brussel eða í einhverju öðru evrópsku þorpi standi sig ekki í vinnunni.

Eða er kannski öllum sama?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband