Leita í fréttum mbl.is

Minni handfarangur takk!

DTIx1047xPA-ClimateChangeÍ síðustu viku kom út skýrsla um möguleika ferðaþjónustunnar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni, og þar með til að spara peninga. Í skýrslunni er m.a. bent á mikinn ávinning sem gæti fylgt tiltölulega léttvægum breytingum, t.d. ef engir flugfarþegar tækju með sér meira en 20 kg af farangri og ef hætt yrði að selja tollfrjálsan varning um borð í flugvélum. Ef allir færu eftir þessu myndi losun koltvísýrings á heimsvísu minnka um tvær milljónir tonna, sem samsvarar rúmlega helmingi allrar losunar Íslendinga (án nýrra álvera).

Margt smátt gerir eitt stórt! Wink


mbl.is Leita leiða til að lækka eldsneytiskostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mer finnst ekki rettlatt að það folk sem eru að ferðasr langar leiðir eigi að koma mað minni farang,hvað a maður að gera kaupa allt upp a nytt.

Flugið er nu nou dyrt.

didda (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 16:03

2 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

sammála með að sleppa þessum söluvarningi, má alveg missa sín, fólk getur verslað bara í fríhöfninni þegar það kemur á áfangastað. Eða enn betra, sleppt því að kaupa þennan óþarfa ;)

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 11.6.2008 kl. 16:06

3 Smámynd: Fríða

Sammála. Til hvers að vera að reka verslun í flugvélum?  Og það má hreinlega láta fólk borga fyrir þann farangur sem það tekur með sér, hvort sem það er handfarangur eða ekki.  Mér finnst allt í lagi að hvetja fólk til að pakka skynsamlega með því að láta það borga fyrir farangurinn.  Það þarf nú ekki að taka alla búslóðina með sér í hvert sinn sem maður stígur upp í flugvél.  Nú, ef fólk er að flytja á milli landa þá sendir það búslóðina með skipi í stað þess að reyna að taka hana með sér sem farangur í flugvél. 

Fríða, 11.6.2008 kl. 16:39

4 Smámynd: Evil monkey

Flugrekstur er afskaplega erfiður bransi og sökum hækkandi eldsneytiskostnaðar, hærri flugvallarskatta o.s.frv. þá eru flugfélögin liggur við að koma út á jöfnu við að selja fólki sæti. Sala um borð verður æ mikilvægari tekjulind.

Evil monkey, 12.6.2008 kl. 13:25

5 identicon

Sælir Stefán.

Alveg sammála þessum fáránlegu flutningum. En núverandi reglur eru svo fáránlegar að maður verður að kaupa tollinn sinn þegar maður leggur af stað og dragnast með hann í flugvélina. Þessu komst ég að fyrir nokkrum árum þegar ég flaug frá Íslandi til Kastrup og áfram til Örebro. Ég ætlaði að spara mér burð og vesen og kaupa tollinn á Kastrum. En, nei! Nú ertu kominn inn í ES og færð ekkert tollfrjálst hér.

Það eru margir fáránlegir flutningar hér í heimi. T.d. eru stórir farmar af sænskum bjór keyrðir héðan frá Svíþjóð, niður til Þýskalands og svo keyra Svíar niður og sækja hann aftur. Sá í blaði að 95& af sænska bjórnum í Þýskalandi er keyptur til baka af Svíum.

Lifið heil 

Jón Bragi (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 06:06

6 Smámynd: Stefán Gíslason

Þetta með kaup á tollfrjálsum varningi ÁÐUR en lagt er upp í flugferðina er einmitt eitt af þeim atriðum sem nefnt er í umræddri skýrslu. Það væri auðvitað svo miklu betra að fólk gæti keypt vörur þegar það kemur inn í landið sem það ætlar að heimsækja. Komuverslunin í Keflavík er sem sagt líklega nokkuð umhverfisvæn, þ.e.a.s. ef varningurinn þar kemur ekki allur til landsins í flugi.

Óþarfir bjórflutningar þekkjast víst líka á Íslandi, sbr. bjórinn sem er framleiddur á Árskógsströnd, en þurfti að skreppa til Reykjavíkur á leiðinni í ríkið á Dalvík, (sbr. http://stefangisla.blogcentral.is/blog/2007/3/28/fullnaegjandi-flutningur/). En nú er víst búið að kippa þessu í lag.

Bestu kveðjur till Sverige!

Stefán Gíslason, 13.6.2008 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband