Leita í fréttum mbl.is

Fjölmörg tennismót biðu ósigur

TennisspaðiERafael Nadal er magnaður tennisleikari. Það var ekki nóg með að hann sigraði Roger Federer í úrslitaleiknum á Wimbledonmótinu á sunnudaginn, heldur sigraði hann líka mótið sjálft. Og ekki nóg með það! Á árinu 2005 sigraði hann fjölmörg tennismót í röð, 81 stykki minnir mig. Og hann hefur líka sigrað fullt af titlum. Sjálfur veit ég ekki mikið um tennis, en ég las þetta allt í 24 stundum í morgun. Án þess að það hafi verið tíundað sérstaklega í blaðinu, þá reikna ég með að Wimbledonmótið, öll hin mótin og allir titlarnir sitji eftir með sárt ennið eftir að hafa tapað fyrir Rafael. Eins gott að hann fari ekki að sigra afrek líka, þá fer maður að rekast á dauðspæld afrek út um allar trissur!

Þetta er sem sagt málfarsnöldursblogg, til að minna á að sögnin að sigra lýtur ekki sömu lögmálum og sögnin að vinna. Maður vinnur úrslitaleiki, mót og titla - já, og jafnvel hlaup, en maður sigrar þau ekki! Málið verður fátækara og flatara ef það tapar svona blæbrigðum, jafnvel þó að þau séu kannski ekki alltaf auðlærð eða rökrétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Heyr, heyr!  Mæltu manna heilastur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.7.2008 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband