8.7.2008 | 09:04
Fjölmörg tennismót biðu ósigur
Rafael Nadal er magnaður tennisleikari. Það var ekki nóg með að hann sigraði Roger Federer í úrslitaleiknum á Wimbledonmótinu á sunnudaginn, heldur sigraði hann líka mótið sjálft. Og ekki nóg með það! Á árinu 2005 sigraði hann fjölmörg tennismót í röð, 81 stykki minnir mig. Og hann hefur líka sigrað fullt af titlum. Sjálfur veit ég ekki mikið um tennis, en ég las þetta allt í 24 stundum í morgun. Án þess að það hafi verið tíundað sérstaklega í blaðinu, þá reikna ég með að Wimbledonmótið, öll hin mótin og allir titlarnir sitji eftir með sárt ennið eftir að hafa tapað fyrir Rafael. Eins gott að hann fari ekki að sigra afrek líka, þá fer maður að rekast á dauðspæld afrek út um allar trissur!
Þetta er sem sagt málfarsnöldursblogg, til að minna á að sögnin að sigra lýtur ekki sömu lögmálum og sögnin að vinna. Maður vinnur úrslitaleiki, mót og titla - já, og jafnvel hlaup, en maður sigrar þau ekki! Málið verður fátækara og flatara ef það tapar svona blæbrigðum, jafnvel þó að þau séu kannski ekki alltaf auðlærð eða rökrétt.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Heyr, heyr! Mæltu manna heilastur.
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.7.2008 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.