10.7.2008 | 20:46
Gott framtak hjá Plastprenti
Fréttin um að Plastprent hafi hafið framleiðslu á plastpokum og -filmu úr maíssterkju og öðrum lífbrjótanlegum efnum er önnur tveggja frétta á mbl.is í dag, sem bera þess glöggan vott að til séu frumkvöðlar á Íslandi sem ekki sitja í ólund með hendur í skauti á tímum hækkandi olíuverðs og loftslagsbreytinga, heldur snúa sér strax að því að virkja þau tækifæri sem felast í þeim miklu breytingum sem framundan eru. Hin fréttin er um fyrirhugaða framleiðslu fyrirtækisins Líforku á eldsneyti úr úrgangsfitu.
Við stöndum á þröskuldi nýrra tíma. Reyndar hafa þau orð kannski alltaf átt við, og teljast því frekar klisjukennd, en ég fer samt ekkert ofan af því að þau eiga betur við núna en nokkru sinni síðustu áratugi. Við erum nefnilega að vakna upp í árdegi nýrrar iðnbyltingar, sem verður að byggjast á öðru en jarðefnaeldsneyti, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Þegar dagur rís er um tvo kosti að velja. Annað hvort drífur maður sig fram úr og tekur fullan þátt í að skapa hinn nýja dag og nýtir sér tækifærin sem þar bíða. Eða maður liggur sem fastast úrillur í krumpuðum rúmfötum gærdagsins og leyfir öðrum að skapa framtíðina á meðan. Líforka og Plastprent ætla greinilega að vera í fyrra liðinu. Hér getur maður nefnilega valið lið, alveg eins og í ensku knattspyrnunni. Eini munurinn er sá, að hér veit maður hvort liðið vinnur!
Lífbrjótanlegar umbúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Þetta er gott framtak hjá þeim og vona ég að búðir taki þessa nýju poka í notkun. Ég er til í að borga aðeins meira fyrir pokann út í búð ef hann er unninn úr lífrænum efnum og er umhverfisvænn.
Þórður Ingi Bjarnason, 10.7.2008 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.