Leita í fréttum mbl.is

Krossárdalur föstudaginn 15. ágúst

Ég var að bæta Krossárdal inn á fjallvegahlaupadagskrána. Ætla að leggja af stað af bæjarhlaðinu á Kleifum í Gilsfirði föstudaginn 15. ágúst nk. kl. 14.00 og reikna með að ljúka hlaupinu á fremri brúnni á Krossá, skammt frá Gröf í Bitrufirði, svo sem klukkutíma og korteri síðar, nánar tiltekið um kl. 15.15.

Í andránni veit ég um tvo hlaupara auk mín sem ætla að skokka þennan spotta, nánar tiltekið þá Rögnvald bróður minn bónda í Gröf og Ingimund Grétarsson maraþonhlaupara í Borgarnesi. Leiðin er líklega rétt um 11 km og fremur auðveld yfirferðar. Reyndar er býsna bratt upp frá Kleifum, en mesta hæð á leiðinni er líklega ekki nema rúmlega 220 m y.s. Þeirri hæð er náð fljótlega og eftir það er allt á undanhaldinu, að hluta til um móa og mýrar, en að hluta til eftir sæmilegum vegarslóða. Endamarkið er líklega í um 50 m hæð.

Ég hef svo sem farið yfir Krossárdal áður, þar af einu sinni hlaupandi. Það var sumarið 1985 ef ég man rétt. Minnir að ég hafi þá verið um 1:10 klst. þessa sömu leið. Reyndar er ég alinn upp í þessum dal, sem sagt við endamarkið, en mamma ólst hins vegar upp við rásmarkið. Þetta er sem sagt á heimavelli. Leiðin yfir Krossárdal var fjölfarin fyrr á árum, enda póstleið. Þetta er líka stysta leiðin yfir Ísland. Smile

Vonast til að fleiri sláist í för! Hafið endilega samband ef þið hafið áhuga. Farsíminn minn er 862 0538 og netfangið stefan[hjá]umis.is. Með góðri samvinnu er hægt að finna hentuga lausn á ferðum fram og til baka o.s.frv.

Hlaupið yfir Krossárdal verður 7. fjallvegahlaupið mitt í ár og það 10. samtals. Með því verða búin 20% af fjallvegahlaupaverkefninu. Næsta hlaup verður síðan yfir Gaflfellsheiði 11. september, á 100 ára árstíð pabba. Tengil á nánari upplýsingar um Gaflfellsheiðina er að finna í fjallvegahlaupadagskránni. Þar eru líka tenglar á nýlegar hlaupasögur af Brekkugjá og Eskifjarðarheiði, en hvoru tveggja lagði ég að baki í fylgd Pjeturs St. Arasonar í síðasta mánuði.

Þessi mynd af Google Earth sýnir nokkurn veginn hlaupaleiðina yfir Krossárdal.

Krossárdalurweb


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband