7.8.2008 | 00:05
Krossárdalur föstudaginn 15. ágúst
Ég var að bæta Krossárdal inn á fjallvegahlaupadagskrána. Ætla að leggja af stað af bæjarhlaðinu á Kleifum í Gilsfirði föstudaginn 15. ágúst nk. kl. 14.00 og reikna með að ljúka hlaupinu á fremri brúnni á Krossá, skammt frá Gröf í Bitrufirði, svo sem klukkutíma og korteri síðar, nánar tiltekið um kl. 15.15.
Í andránni veit ég um tvo hlaupara auk mín sem ætla að skokka þennan spotta, nánar tiltekið þá Rögnvald bróður minn bónda í Gröf og Ingimund Grétarsson maraþonhlaupara í Borgarnesi. Leiðin er líklega rétt um 11 km og fremur auðveld yfirferðar. Reyndar er býsna bratt upp frá Kleifum, en mesta hæð á leiðinni er líklega ekki nema rúmlega 220 m y.s. Þeirri hæð er náð fljótlega og eftir það er allt á undanhaldinu, að hluta til um móa og mýrar, en að hluta til eftir sæmilegum vegarslóða. Endamarkið er líklega í um 50 m hæð.
Ég hef svo sem farið yfir Krossárdal áður, þar af einu sinni hlaupandi. Það var sumarið 1985 ef ég man rétt. Minnir að ég hafi þá verið um 1:10 klst. þessa sömu leið. Reyndar er ég alinn upp í þessum dal, sem sagt við endamarkið, en mamma ólst hins vegar upp við rásmarkið. Þetta er sem sagt á heimavelli. Leiðin yfir Krossárdal var fjölfarin fyrr á árum, enda póstleið. Þetta er líka stysta leiðin yfir Ísland.
Vonast til að fleiri sláist í för! Hafið endilega samband ef þið hafið áhuga. Farsíminn minn er 862 0538 og netfangið stefan[hjá]umis.is. Með góðri samvinnu er hægt að finna hentuga lausn á ferðum fram og til baka o.s.frv.
Hlaupið yfir Krossárdal verður 7. fjallvegahlaupið mitt í ár og það 10. samtals. Með því verða búin 20% af fjallvegahlaupaverkefninu. Næsta hlaup verður síðan yfir Gaflfellsheiði 11. september, á 100 ára árstíð pabba. Tengil á nánari upplýsingar um Gaflfellsheiðina er að finna í fjallvegahlaupadagskránni. Þar eru líka tenglar á nýlegar hlaupasögur af Brekkugjá og Eskifjarðarheiði, en hvoru tveggja lagði ég að baki í fylgd Pjeturs St. Arasonar í síðasta mánuði.
Þessi mynd af Google Earth sýnir nokkurn veginn hlaupaleiðina yfir Krossárdal.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.