Leita í fréttum mbl.is

Á að friða Drekasvæðið?

Já, Össur sagði sem sagt í ræðu sinni „að hugsanleg olíuvinnsla á Drekasvæðinu [...] snerist fyrst og fremst um að Íslendingar nýttu lögvarið tilkall til hugsanlegra auðlinda með framtíðarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi“. Tja, það skyldi þó aldrei vera að framtíðarhagsmunir þessarar þjóðar - og annarra þjóða - fælust einmitt í því að nýta ekki þær auðlindir sem hér um ræðir. Það virðist nefnilega deginum ljósara, því miður, að nýting þessara auðlinda ógni framtíðarhagsmunum allra þjóða.

Já, kannski ættu íslensk stjórnvöld bara að friða Drekasvæðið og lýsa því yfir að þar verði aldrei unnin olía, að minnsta kosti ekki fyrr en tekist hefur að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda við brennslu á olíu. Um leið væru íslensk stjórnvöld að lýsa því yfir að þau vilji vera hluti af lausninni í stað þess að vera hluti af vandamálinu. Þetta er auðvitað eitthvað sem enginn hefur þorað að gera, og enginn mun væntanlega þora að gera í nánustu framtíð. Líklega verðum við bara í vaxandi mæli hluti af vandamálinu, höldum áfram að tala um afrek okkar í nýtingu jarðvarma, (sem vissulega eru stór) og gætum þess að takast ekki á hendur frekara forystuhlutverk í samfélagi þjóðanna. Ég er sko ekkert viss um að ég myndi þora að leggja til friðun Drekasvæðisins ef ég væri stjórnmálamaður. En það er alveg tímabært að staldra við og ræða málið!

Ansi er nú Össur annars mikill spámaður að halda því fram að „olía verði í framtíðinni takmörkuð og eftirsótt auðlind á enn hærra verði en nú þekkist“! Wink


mbl.is Segir að olía verði takmörkuð og eftirsótt auðlind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta vera svakaleg þversögn á því hvað Ísland hefur reynt að standa fyrir ... Hrein orka og minni loftmengun. En auðvitað mun peningagræðgin ráða förinni.

Valdi (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 17:58

2 identicon

Hér er umhverfisstefna Samfylkingarinnar: http://www.samfylkingin.is/media/files/Fagra%20Island%20PDF.pdf

Þar er m.a. talað um að Ísland eigi að taka þátt í að draga úr gróðurhúsaáhrifum og finna nýjar lausnir. Eitthvað lyktar þetta allt saman af hræsni og græðgi.

Guðmundur (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 18:33

3 identicon

Já, umhverfisverndaröfgafólk mun örugglega rísa á afturfæturnar og krefjast þess að þetta svæði verði friðlýst sem ómetanleg og einstök náttúruperla.  Það mun segja að betra sé að geyma olíuna í staðinn fyrir að nýta hana.  Þetta væri þessu fólki líkt.

Torfi Fr. Bergsson (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband