Leita í fréttum mbl.is

Smásamfélög - Stór hluti af Norðurlöndunum

NordMiljö 5Á dögunum kom út 5. tölublaðið af fréttabréfi Norrænu ráðherranefndarinnar um umhverfismál, NordMiljö. Að þessu sinni er bréfið helgað litlum norrænum samfélögum og sagt frá ýmsu sem þau eru að sýsla sameiginlega á norrænum vettvangi. Til undirstrika mikilvægi og fjölbreytileika starfsins er meira að segja mynd af norrænasta barninu mínu í þessu tölublaði.

Fréttabréfið NordMiljö hefur aldrei verið eins skemmtilegt og núna. Það stafar einfaldlega af því að ég sá um að safna efni í blaðið, skrifa sumt og skera annað svo við nögl að það rúmaðist á þessum fjórum blaðsíðum.

Missið ekki af þessu einstaka skemmtiriti! Reynið samt ekki að finna það á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar, http://www.norden.org. Það mun aldrei takast. Eða eins og Magnus Nyström, sérlega ágætur fyrrum samstarfsmaður minn, orðaði það: "En som är utröstat med normal fantasi, han hittar inte", en þar átti hann einmitt við hversu auðvelt það er að finna efni á síðunni. Nei, leggið bara slóðina http://www.norden.org/pub/sk/showpub.asp?pubnr=2008:1001 á minnið og þá er eftirleikurinn auðveldur. Þessi útgáfa fréttabréfsins er reyndar á dönsku. Það á líka að vera til á íslensku og finnsku, en jafnvel mér, sem er allfróður um innviði heimasíðunnar, hefur ekki tekist að finna þær útgáfur. Kannski nöldra ég út af því á morgun.

Vissi annars einhver, að upphaf Staðardagskrárstarfsins á Íslandi má einmitt rekja til ötuls starfs Smásamfélaganefndar Norrænu ráðherranefndarinnar? Frá því er m.a. sagt í fréttabréfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband