Leita í fréttum mbl.is

Konurnar taka við

Það sem vekur mesta athygli í skýrslu OECD í íslensku samhengi er ekki það að Ísland skuli vera með hæst nettó útskriftarhlutfall í háskólanámi, heldur hitt að hvergi í OECD ríkjunum er meiri munur á útskriftarhlutfalli karla og kvenna. Útskriftarhlutfallið á Íslandi er sem sagt 86,5% hjá konum og 40,2% hjá körlum. Gaman er að velta fyrir sér hvaða þýðingu þetta getur haft til lengri tíma litið.

Ég held að á næstu 10-20 árum muni konur taka við körlum sem ráðandi einstaklingar í stjórnun fyrirtækja á Íslandi og í áhrifastöðum í samfélaginu yfirleitt. OECD-skýrslan er ekki fyrsta vísbendingin um þetta, heldur nægir að líta í kringum sig og velta fyrir sér mismunandi gengi kynjanna á fyrri skólastigum. Hvert ætli sé t.d. hlutfall stráka meðal þeirra sem skara fram úr í framhaldsskólanámi? Ég held að við séum að missa strákana okkar inn í heim tölvuleikja og félagslegrar einangrunar, aðallega vegna þess að við nennum ekki að tala við þá. Á meðan þessu fer fram halda stelpurnar sínu striki og þroska áhuga sinn og færni.

Þetta er ekki alslæm þróun. Þvert á móti er það mikið tilhlökkunarefni að sjá áhrif kvenna vaxa í samfélaginu. Það er alveg kominn tími á breytingar! En við þurfum nú samt að sinna strákunum okkar!


mbl.is Fleiri ljúka námi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband