10.9.2008 | 15:08
Að bora sér leið inn í hamingjuna
Ég hef tiltölulega litlar áhyggjur af yfirlýsingum Söru Palin um brúarbyggingar í Alaska. Ég hef hins vegar snöggtum meiri áhyggjur af áherslum hennar í umhverfis- og orkumálum, sem virðast vera enn íhaldssamari og öfgafyllri en áherslur núverandi ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Um þessar áherslur var m.a. fjallað í ritstjórnargrein í New York Times sl. sunnudag. Þar er stefna Söru í orkumálunum dregin saman á einfaldan hátt í eina setningu: Bora hér, bora þar, bora núna. Þar er sömuleiðis bent á að Sarah
- myndi opna náttúruverndarsvæðin í Alaska fyrir olíuborun á augabragði, þó að John McCain sé enn mótfallinn því,
- hafi farið í mál við Bushstjórnina fyrir að hafa sett hvítabirni á lista yfir dýr í útrýmingarhættu, þar sem þetta gæti spillt fyrir olíuleit á svæðinu og
- dragi í efa að mannkynið eigi þátt í hlýnun jarðar.
Reyndar gengur höfundur ritstjórnargreinarinnar svo langt að segja að viðhorf Söru séu sláandi laus við tengsl við raunveruleikann, og sem slík jafnvel enn fjarstæðukenndari en sú ákvörðun John McCain að velja hana sem varaforsetaefni.
Í grein New York Times er líka látið að því liggja að sá John McCain, sem nú er í framboði, sé ekki alveg sami John McCain og sá sem fór sínar eigin leiðir sem öldungardeildarþingmaður, oft í trássi við vilja flokksbræðra sinna. Hann hafi með öðrum orðum borið töluvert af leið upp á síðkastið til að þóknast sínu fólki, og nú sé aukin olíuframleiðsla hornsteinninn í stefnu hans í orkumálum. En þarna er náttúrulega verið að stinga höfðinu í sandinn og beina athygli almennings frá hinum óumflýjanlega veruleika: Þjóð sem notar fjórðung af olíu heimsins en ræður aðeins yfir 3% af olíuauðlindunum, getur ekki borað sér leið inn í hamingjuna, svo notuð séu nokkurn veginn óbreytt orð greinarhöfundar.
Mér er nokkuð sama þótt Sara sé kannski meira og minna fylgjandi öllu því sem McCain leggst gegn, eins og Barack Obama orðar það. Mér finnst verra ef McCain snýst meira og meira á sveif með Söru, eins og raunin virðist vera.
Yfirlýsingar Palin gagnrýndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.