29.9.2008 | 10:16
Ríkismaraþon
Ég er nú barasta að velta því fyrir mér, í beinu framhaldi af síðustu færslu, hvort Glitnismaraþonin í Reykjavík og Osló verði þá Ríkismaraþon á næsta ári. Eða er ríkið kannski bara að leggja af stað í sitt eigið maraþon, sem ekki sér fyrir endann á? Eða er þetta bara spretthlaup, þannig að eftir stutta stund verði hægt að varpa mæðinni og þurrka svitann? Eða er þetta kannski alls ekki spurning um spretthörku eða úthald, heldur um nýja uppskrift að hamingju, sem felst í því að komast yfir eignir, kreista úr þeim safann og leyfa ríkinu að sjá um afganginn, svo að hægt sé að byggja hann upp að nýju til að selja öðrum hann fyrir lítið, til að þeir geti aftur kreist safann og leyft ríkinu aftur að sjá um afganginn, svo að hægt sé............?
Þegar ég var í menntaskóla (fyrir ákaflega örfáum árum) var sett þar upp skemmtilegt leikrit, sem ég man ekki lengur hvað hét. Þar í var skemmtilegt lag og skemmtilegur texti, sem ég held að ég muni enn brot úr - eitthvað á þessa leið:
Nú skal gera góða veislu,
efla sam- og einkaneyslu,
eta og drekka eins og hver torgar,
því að ríkið brúsann borgar.Ergo: Betlið, eyðið svíkið!
Allan kostnað greiðir ríkið!
Ég veit ekkert af hverju þetta rifjaðist upp núna. En ef einhver man eftir þessum texta og veit hver er höfundur hans, þætti mér gaman að frétta af því.
Ríkið eignast 75% í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.