13.11.2008 | 23:08
Sýnum örlitla reisn!
Nýjustu sparnaðaraðgerðir utanríkisráðherra eru einhverjar döprustu sparnaðaraðgerðir sem ég hef séð. Ráðherrann og fjölmiðlar virðast samtaka í að kynna þessar aðgerðir sem myndarlegan niðurskurð á útgjöldum utanríkisráðuneytisins á erfiðum tímum. En í hverju felst myndarskapurinn? Jú, hann felst í því að lækka fyrirhugaðan kostnað utanríkisráðuneytisins á næsta ári um 2,2 milljarða frá því sem upphafleg áform gerðu ráð fyrir. Þar af á að ná um 600 milljóna króna sparnaði með því að fækka sendiherrastöðum þegar færi gefst á að gera það með sársaukalausum hætti, en afgangurinn, heilar 1.600 milljónir króna fást með því að draga til baka stóran hluta af áformuðum framlögum Íslands til þróunarmála, þrátt fyrir að þessi áformuðu framlög myndu aðeins nema um helmingi þess sem Íslendingar hafa lofað að reiða fram. Loforð Íslendinga í þessu sambandi hljóðar upp á 0,7% af þjóðarframleiðslu, rétt eins og loforð annarra vestrænna þjóða. Hin áformuðu framlög áttu að skríða upp í 0,35%, en nú á sem sagt að skera þetta niður í 0,24%.
Ekki segja mér að við höfum ekki efni á því að standa við loforð okkar um þróunaraðstoð af því að það sé svo mikil kreppa á Íslandi. Það er einfaldlega rangt. Þvert á móti höfum við ekki efni á því að skera þessi framlög niður. Og það er beinlínis ósæmilegt að bera bága stöðu Íslands á nokkurn hátt saman við stöðu þróunarríkja sem þessi framlög eru ætluð, ríkja á borð við Malaví, svo dæmi sé tekið!
Sýnum örlitla reisn, þó ekki væri nema sjálfra okkar vegna! Fjölmiðlar hamra á því alla daga að orðstír Íslands á alþjóðlegum vettvangi hafi beðið mikinn hnekki upp á síðkastið. Sparnaðarhugmyndir utanríkisráðherra eru til þess fallnar að skaða þennan orðstír enn frekar! Með því að skera þessi framlög niður núna, hvað sem öllu krepputali líður, erum við að lýsa því yfir að okkur sé nokk sama um neyð annarra þjóða, sem er í mörgum tilvikum slík, að vandræði okkar, svo slæm sem þau annars eru, blikna algjörlega í samanburðinum. Með því að skera þessi framlög niður núna, erum við líka að lýsa því yfir að hækkun á þessum framlögum okkar tvö síðustu árin hafi miklu frekar verið hræsni en góður ásetningur, eiginlega ekkert annað en smeðjulegt "smæl framan í heiminn" til að snapa atkvæði í kosningunni til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna!
Sýnum örlitla reisn! Heilbrigt þjóðarstolt á ekki að birtast í því að við hreytum skætingi í nágrannaþjóðir fyrir þá sök eina að þær sitji ekki og standi eins og okkur þóknast. Heilbrigt þjóðarstolt á að birtast í því að við sýnum umheiminum, að þrátt fyrir erfiðleikana höfum við skilning á neyð þeirra þjóða sem búa við kröppustu kjörin, og að þrátt fyrir erfiðleikana viljum við standa við þau loforð sem við höfum gefið á alþjóðlegum vettvangi.
Við eigum ekki að skerða framlög til þróunarmála um eina einustu krónu! Það er nógu lágkúrlegt að þau séu bara helmingur af því sem við höfum lofað að reiða fram! Og við eigum að láta þess getið hvar sem við komum, að þróunarmál séu forgangsmál, jafnvel þótt staða okkar sé erfið! Slík framganga væri okkur til sóma og til þess fallin að verja orðstír okkar í því éli sem nú gengur yfir.
Nú er eðlilegt að spurt sé: Hvar á utanríkisráðuneytið þá að spara? Mér er svo sem alveg sama um það, ráðuneytið á bara ekki að gera okkur uppvís að þeirri háðung að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur! Það er t.d. ráð að fækka sendiherrastöðunum strax, í stað þess að bíða eftir því að einhverjir fari á eftirlaun. Það gæti jafnvel borgað sig að leyfa þeim bara að fá eftirlaunin sín nokkrum mánuðum fyrr en ella. Svo má kannski leggja niður fleiri slíkar stöður - og alls ekki búa til nýjar, eins og mér skilst að utanríkisráðherra hafi verið að enda við að gera.
Glötum ekki þessu tækifæri til að sýna örlitla reisn! Nóg er niðurlægingin þó að þetta bætist ekki við!
Skiljanlegt að dregið sé úr þróunarframlögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Athugasemdir
Alveg sammála!!
Kristín Hildur Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:53
Hjartanlega sammála. Það er ekkert skiljanlegt við það að draga úr framlögum til þróunarmála. Það er okkur til skammar.
Dagný (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 17:05
Sammála, sammála, sammála!!!
Greta Björg Úlfsdóttir, 14.11.2008 kl. 21:05
mótmælin á morgun:
http://this.is/nei/?p=525
Birgir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.