Leita í fréttum mbl.is

Ég rakaði mig í morgun

RaksturReyndar telst það ekki til tíðinda að ég skyldi hafa rakað mig í morgun, því að það geri ég næstum hvern einasta morgun ársins. Það telst heldur ekki til tíðinda að ég skyldi hvorki nota raksápu né rakspíra þennan morguninn, því að slíkan varning hef ég ekki notað í nokkur ár. Það vill nefnilega svo vel til að í krönunum heima hjá mér eru afar ódýr efni sem gera sama gagn, að lyktinni frátalinni. Í krönunum heima hjá mér er nefnilega heitt vatn úr Deildartunguhver. Það gerir sama gagn og raksápa, mýkir sem sagt húðina og „opnar“ hana. Í krönunum heima hjá mér er líka kalt vatn, sem ég held að komi úr Grábrókarhrauni. Það gerir sama gagn og rakspíri, hreinsar sem sagt húðina og „lokar“ henni. Hins vegar er engin lykt af því, sem getur auðvitað hvort heldur sem er flokkast sem gagn eða ógagn þegar vatnið er borið saman við rakspírann. Ég held þó að lyktarleysið geri meira gagn en ógagn. Alla vega skil ég ekki eftir mig slóð tilbúinna ilmefna á fólki og handklæðum sem ég snerti yfir daginn.

Ástæða þess að ég nefni þennan annars tíðindalausa rakstur hér og nú, er sú að í „Orðum dagsins“ í dag er einmitt fjallað um danska könnun á innihaldsefnum rakfroðu. Rakfroða er yfirleitt ágætis „efnakokkteill“, þar sem þekktir ofnæmisvaldar blandast saman við hugsanlega ofnæmisvalda, auk efna sem geta truflað hormónastarfsemi líkamans og skaðað vatnalífverur eftir að búið er að skola efnunum niður um niðurfallið.

Mig langar ekkert að maka einhverjum „efnakokkteilum“ framan í mig á hverjum morgni, án þess að þurfa það. Og ég hef heldur ekkert gaman af því að borga fullt af peningum fyrir vörur sem auka ekki lífsgæði mín á nokkurn hátt, heldur skerða þau jafnvel.

Mæli með Deildartunguhver og Grábrókarhrauni! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Umhverfisvænn rakstur, sem sagt.

Tek undir meðmæli þín, þó ég sé kvenkyns!

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband