2.12.2008 | 20:09
Að slasast eða meiðast
Lögreglumaðurinn sem sagt er frá í fréttinni slasaðist ekki. Það var hins vegar ráðist á hann, og við það meiddist hann eða særðist. Til að slasast þarf maður að lenda í slysi. Árás er ekki slys, nema hún hafi e.t.v. verið gerð af slysni, sem virðist ekki eiga við í þessu tilviki.
Þetta er sem sagt málfarsnöldursblogg. Næst ætla ég að nöldra út af rangri notkun orðins vatnaskil. (Eða var ég kannski búinn að því)?
Ráðist á lögreglumann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega sammála Stefán. Fréttamenn virðasta bara þekkja þetta eina orð ,,slasaðist" ef einhver meiðist, hlýtur áverka, særist og jafnvel ef einhver brennist heitir það í fjölmiðlum að ,,slasast".
Og þetta á jafnt við blöð og ljósvakamiðla.
Þórir Kjartansson, 2.12.2008 kl. 21:14
Fékk hann ekki bara bágt, sem og árásarmaðurinn sem væntanlega hefur fengið bágt fyrir athafnagleði sína!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.12.2008 kl. 21:52
Um daginn hrörnaði 25 ára gömul kona í meðförum blaðamanns MBL, ekki datt honum (henni) í hug að konunni hefði versnað.
Margrét (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:30
Þetta flokkast hins vegar undir vinnuslys.
Guðmundur (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 07:47
Já, HRÖRNUN 25 ára konunnar er greinilegt vinnu-"slys" hjá blaðamanni. Vinnuslysum af því tagi fjölgar ört.
Hlédís, 3.12.2008 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.