Leita í fréttum mbl.is

Að slasast eða meiðast

Lögreglumaðurinn sem sagt er frá í fréttinni slasaðist ekki. Það var hins vegar ráðist á hann, og við það meiddist hann eða særðist. Til að slasast þarf maður að lenda í slysi. Árás er ekki slys, nema hún hafi e.t.v. verið gerð af slysni, sem virðist ekki eiga við í þessu tilviki.

Þetta er sem sagt málfarsnöldursblogg. Næst ætla ég að nöldra út af rangri notkun orðins vatnaskil. (Eða var ég kannski búinn að því)?


mbl.is Ráðist á lögreglumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Hjartanlega sammála Stefán. Fréttamenn virðasta bara þekkja þetta eina orð  ,,slasaðist"   ef einhver meiðist, hlýtur áverka, særist og jafnvel ef einhver brennist heitir það í fjölmiðlum að  ,,slasast".

Og þetta á jafnt við blöð og ljósvakamiðla.

Þórir Kjartansson, 2.12.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Fékk hann ekki bara bágt, sem og árásarmaðurinn sem væntanlega hefur fengið bágt fyrir athafnagleði sína!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.12.2008 kl. 21:52

3 identicon

Um daginn hrörnaði 25 ára gömul kona í meðförum blaðamanns MBL, ekki datt honum (henni) í hug að konunni hefði versnað.

Margrét (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:30

4 identicon

Þetta flokkast hins vegar undir vinnuslys.

Guðmundur (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 07:47

5 Smámynd: Hlédís

Já, HRÖRNUN 25 ára konunnar er greinilegt vinnu-"slys" hjá blaðamanni. Vinnuslysum af því tagi fjölgar ört.

Hlédís, 3.12.2008 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband