4.12.2008 | 16:49
Öfundsvert útsýni
Á árunum 2001-2006 vann ég töluvert fyrir Norrænu ráðherranefndina. Í því starfi kynntist ég mörgu góðu fólki og átti í miklum og tíðum tölvupóstsamskiptum við fulltrúa umhverfisráðuneyta og umhverfisstofnana hinna Norðurlandanna. Heimsótti líka flest þessara ráðuneyta og stofnana einhvern tímann á tímabilinu.
Á þessum árum tók ég einu sinni mynd af Hafnarfjallinu eins og það blasti við úr skrifborðsstólnum mínum, þar sem ég sat löngum og skrifaði tölvupósta til þessa norrænu samstarfsfólks. Síðan leyfði ég þessari mynd gjarnan að fljóta með tölvupóstsendingunum, bara til að gefa örlitla innsýn í borgfirskan veruleika. Þetta framkallaði jákvæð viðbrögð margra, og ég var jafnvel kallaður inn á skrifstofur í miðborg Stokkhólms og víðar til að bera saman útsýnið. Eiginlega voru viðbrögðin blanda af aðdáun og öfund. Haft var á orði að sá sem gæti horft á Hafnarfjall út um gluggann þyrfti ekki að kvarta. Það væri nú munur eða portið fyrir utan gluggann hjá viðkomandi.
Ég held að Íslendingar þurfi ekkert að hætta að vera hamingjusamasta þjóð í heimi, þrátt fyrir efnahagslegt skammdegi. Þjóð sem býr í þessari óvenjulegu nálægð við eigin uppruna, hlýtur að vera glöð og heilbrigð þjóð. Vissulega lifum við ekki af fegurðinni einni, en þarna er samt grunnurinn sem hús okkar stendur á. Fáir eru jafnheppnir. Spyrjið bara hina ef þið trúið mér ekki.
Svona leit Hafnarfjallið annars út síðdegis í dag, séð úr glugganum á skrifstofunni minni. Vissulega er það grátt eins og árstíminn gefur tilefni til, en samt þarf maður ekki að horfa lengi til að hrífast, kannski bara 10 sekúndur - og svo er hægt að halda áfram að vinna sig út úr vandanum. Er það ekki líka sem mér sýnist, að yfir fjallinu sé vonarbirta?
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.