10.12.2008 | 09:17
Litlar díoxínverksmiðjur
Opin brennsla á blönduðum úrgangi af ýmsu tagi getur orsakað tiltölulega mikla losun díoxíns. Einhvern tímann heyrði ég því fleygt að ef rusli frá venjulegu heimili væri brennt í opinni tunnu á baklóðinni, eins og tíðkaðist lengi vel, þá losnaði við það álíka mikið díoxín og frá fullkominni sorpbrennslustöð fyrir 60.000 manna byggð! Sel þetta ekki dýrara en ég keypti, en þetta er alla vega vert umhugsunar.
Til að díoxín myndist við bruna þurfa nokkur atriði að fara saman, en svo óheppilega vill til að þau fara einmitt gjarnan saman þar sem rusli er brennt við opin eld. Hitastigið þarf sem sagt að vera á bilinu 200-800°C, einhverjar klórsameindir þurfa að vera til staðar (jafnvel bara úr matarsalti), eldsmaturinn þarf að innihalda lífræn efni, einkum aromatísk, og svo þarf náttúrulega súrefni.
Díoxín er þrávirkt efni, sem brotnar seint niður í náttúrunni. Það er auk heldur afar eitrað og hefur því skaðleg áhrif á menn og aðrar lífverur, jafnvel þótt styrkur þess sé mjög lágur. Í versta falli duga t.d. um 0,001 mg til að drepa lítil nagdýr. Skaðleg áhrif á menn eru margvísleg, og nægir þar að nefna krabbamein og getuleysi. Nokkur dæmi eru um að díoxín hafi borist inn í fæðukeðjuna. Þessa dagana er einmitt mikið talað um díoxínmengun í írsku svínakjöti - og jafnvel nautakjöti, en einhvern veginn hafði fóður dýranna mengast af efninu.
Hér hef ég talað um díoxín í eintölu, en í raun er þetta heill hópur efna. Hægt er fræðast miklu meira um díoxín og fúran (sem eru skyld efni) á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
![]() |
Óæskilegur bruni á víðavangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 145561
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Borgarbúar borga meira fyrir minna
- Ljósastýring víða í ólagi í dag
- Virðingarleysi gagnvart hefðum og venjum í þinginu
- Áherslubreyting í takti við stefnu ríkisstjórnar
- Sigmundur: Þetta eru afleitar fréttir
- Áfall þegar við komumst að því hvar þessi leki kom upp
- Stakk vin sinn þar til hann varð örmagna
- Lýsa yfir áhyggjum af stöðu húsnæðismála og verðbólgu
- Er búinn að grafa upp fullgildar skýringar
- Vegið að undirstöðum safnastarfs
Erlent
- Trump hyggst heilsa forseta Sýrlands
- Trump og krónprinsinn undirrituðu vopnasamning
- Karl Bretakonungur hýsir Macron í opinberri heimsókn
- Sænski njósnarinn er hátt settur diplómati
- Minnismerki frá íslenskum rithöfundi í Himalajafjöllum
- Sprengjuhótun á flugvellinum Charleroi í Belgíu
- Jarðskjálftahrina vekur ótta íbúa
- Rússar verði að koma að samningaborðinu
- Hafna hlutdrægum úrskurði
- Brýnir fyrir tjáningarfrelsi
Fólk
- Beint: Ísland opnar fyrra undaúrslitakvöldið
- Í Cannes má ekki þagga niður í hryllingnum á Gaza
- Bara spenntir og ekkert stressaðir
- Depardieu dæmdur fyrir kynferðisbrot
- Endurupptaka í máli Menendez-bræðra hefst í dag
- 62% laganna ekki sungin á ensku
- Hún var algjörlega hysterísk og neitaði að borga
- Sænska atriðið segir Ísland fara áfram
- Banna nekt á rauða dreglinum í Cannes
- Ég vissi að við myndum slátra þessu
Athugasemdir
Til fróðleiks þá innihélt Agent Orange, sem bandaríkjamenn notuðu í gríðarlegu magni í Víetnamstríðinu til að eyða skógunum díóxín. Afleiðingarnar voru skelfilegar fyrir víetnama. Á nokkrum stöðum hefur ekki vaxið stingandi strá síðan í stríðinu og fæðingargallar, ungbarnadauði og vansköpun er mjög algeng á þessum svæðum þar sem eitrinu var úðað hvað mest.
Segja má að þessi aðgerð bandaríkjamanna hafi verið eitt stærsta og alvarlegasta umhverfis"slys" sögunnar.
Sigríður (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.