6.1.2009 | 21:52
Upp úr þynnkunni
Þynnka er ekki endilega slæmt ástand. Er það ekki einmitt að kvöldi versta þynnkudagsins sem maður rís upp og ákveður að nú sé nóg komið, að maður kjósi ekki lengur þennan lífstíl, að þessi spegilmynd sé ekki sú sem maður vill að blasi við þeim sem maður umgengst, að þetta fordæmi sé ekki það sem maður vill að börnin manns fylgi? Jú, einmitt! Þess vegna liggja tækifæri í þynnkunni.
Íslenska þjóðin hefur legið í þynnku síðan í október. Þetta er sársaukafullt ástand - og ég ætla síst að gera lítið úr verkjunum, því að vissulega hafa margir orðið illa úti. En langar nokkurn til að upplifa þetta aftur, jafnvel þótt stundum hafi verið gaman með leikurinn stóð hæst? Nýtt fyllerí kallar á nýja þynnku.
Sjálfsásökun og sjálfsvorkunn eru ekki sérlega frjóar tilfinningar. Mistök eru til þess að læra af þeim, en ekki til þess að velta sér upp úr þeim. Auðvitað þarf maður sinn tíma til að jafna sig, en þegar maður loks stendur upp, veit maður að það er engin leið til baka. Brýr hafa verið brenndar að baki. Leiðin liggur bara fram á við.
Ef við horfum í spegilinn og viðurkennum að svona sé komið fyrir okkur, þá er bjart framundan. Árið 2009 verður ár endurreisnar. Sýnum komandi kynslóðum gott fordæmi. Látum börnin okkar ekki þurfa að horfa upp á okkur í annarri þynnku. Verum þakklát fyrir tækifærið sem við fengum til að læra. Nú höldum við til móts við bjarta framtíð - miklu bjartari en fyrr!
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.