Leita í fréttum mbl.is

Upp úr þynnkunni

ÞynnkaÞynnka er ekki endilega slæmt ástand. Er það ekki einmitt að kvöldi versta þynnkudagsins sem maður rís upp og ákveður að nú sé nóg komið, að maður kjósi ekki lengur þennan lífstíl, að þessi spegilmynd sé ekki sú sem maður vill að blasi við þeim sem maður umgengst, að þetta fordæmi sé ekki það sem maður vill að börnin manns fylgi? Jú, einmitt! Þess vegna liggja tækifæri í þynnkunni.

Íslenska þjóðin hefur legið í þynnku síðan í október. Þetta er sársaukafullt ástand - og ég ætla síst að gera lítið úr verkjunum, því að vissulega hafa margir orðið illa úti. En langar nokkurn til að upplifa þetta aftur, jafnvel þótt stundum hafi verið gaman með leikurinn stóð hæst? Nýtt fyllerí kallar á nýja þynnku.

Sjálfsásökun og sjálfsvorkunn eru ekki sérlega frjóar tilfinningar. Mistök eru til þess að læra af þeim, en ekki til þess að velta sér upp úr þeim. Auðvitað þarf maður sinn tíma til að jafna sig, en þegar maður loks stendur upp, veit maður að það er engin leið til baka. Brýr hafa verið brenndar að baki. Leiðin liggur bara fram á við.

Ef við horfum í spegilinn og viðurkennum að svona sé komið fyrir okkur, þá er bjart framundan. Árið 2009 verður ár endurreisnar. Sýnum komandi kynslóðum gott fordæmi. Látum börnin okkar ekki þurfa að horfa upp á okkur í annarri þynnku. Verum þakklát fyrir tækifærið sem við fengum til að læra. Nú höldum við til móts við bjarta framtíð - miklu bjartari en fyrr!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband