Leita í fréttum mbl.is

Ullarföt eru umhverfisvæn

Skitne klær taflaÍ „Orðum dagsins“ í gær var sagt frá nýrri norskri úttekt á umhverfislegu ágæti klæðnaðar úr mismunandi efnum. Er skemmst frá því að segja að ullin kemur hvað best út. Nánar tiltekið reyndust föt úr hampi, kasmírull og alpakkaull vera umhverfisvænst, en föt úr kindaull, hör og lífrænt ræktaðri bómull fylgja þar fast á eftir. Samkvæmt úttektinni eru föt úr annarri bómull, næloni og akrýl hins vegar verstu valkostirnir frá umhverfislegu sjónarmiði, ásamt með fötum úr blöndu af bómull og pólýester. Í skýrslu um úttektina kemur reyndar fram, að besti valkosturinn sé þó einfaldlega að kaupa sem minnst af fötum.

Á myndinni hér til hliðar má sjá í grófum dráttum hvernig niðurstöður úttektarinnar eru settar fram. í skýrslunni er sem sagt tafla, þar sem fötum úr mismunandi efnum eru gefnir misglaðir broskarlar fyrir 7 umhverfisþætti, þ.e. náttúruvernd, vinnuaðstæður, orku/loftslag, efnanotkun, þvott/notkun, endurvinnslu/úrgang og upplýsingar. Til að skoða þetta almennilega er best að fara í upphaflegu skýrsluna (Skitne klær), en tengil á hana er auðvitað að finna í „Orðum dagsins“.

Í „Orðum dagsins“ er líka hægt að fræðast um ótalmargt annað. Þar er t.d. hægt að lesa sér til um ákveðið umhverfisátak í skoskum viskýiðnaði. Grænt viský er málið! Smile

PS: Þetta er svona alpakki:

Alpakka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða

Álpakki? :P

Fínt annars, ég er að prjóna appelsínugula húfu úr íslenskri ull handa dóttur minni sem er á leið suður.  Eitthvað verður maður að gera 

Fríða, 23.1.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband