Leita í fréttum mbl.is

Danir eru aular!

Danski fáninn smárMeiri aularnir þessir Danir! Fyrst helltu þeir sér út í að virkja vindorkuna og framleiða vindmyllur. Hversu gáfulegt getur það nú verið? Og hvað eins og þeir hafi grætt á því? Jú, þeir urðu svo sem leiðandi á heimsvísu í vindorkuiðnaði með tilheyrandi nýsköpun og heilmiklum útflutningi. En hver kærir sig nú um svoleiðis?

Og nú ætla þeir að fara að hamast eitthvað í rafbílaæðinu, bara af því að þeir eiga svo mikla vindorku sem hentar vel til að hlaða svoleiðis bíla! Er þetta nú ekki einum of langt gengið? Hverju eins og þetta geti nú skilað þeim!? Kannski meira þróunarstarfi og nýjum atvinnutækifærum og sterkum gjaldmiðli og svoleiðis. Það er nú bara eintómt vesen!

Þeir hefðu sko frekar átt að hafa þetta eins og við. Virkja bara nógu mikið og selja orkuna á sem lægstu verði til frumframleiðslu til að passa að virðisaukinn hrúgist ekki upp innanlands. Og ef það hefði ekki nægt til að losna við orkuna, þá hefði kannski mátt flytja hana út til Póllands, t.d. gegnum sæstreng.

(Þessi færsla er þýdd og staðfærð með leyfi höfundar, sem er Hans Nilsson ráðgjafi hjá Fourfact. Hann hefur oft áður verið mér uppspretta vangaveltna um orkumál. Þeir sem eru þokkalega læsir á sænsku geta fundið marga áhugaverða punkta á heimasíðunni hans www.fourfact.com).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Danskerne har aldrig været kloge!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 3.2.2009 kl. 18:46

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það var nú lengi þannig að það fór meiri orka í að framleiða vindrafstöð en hún gat framleitt á líftíma sínum, svo stuttur var hann

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 3.2.2009 kl. 20:43

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hún er duggulítið sjokkerandi grein Indriða H. Þorlákssonar um virðisaukann af stóriðjunni. Ég er hræddur um að maður þurfi að hugsa þetta e-ð upp á nýtt. Það er áreiðanlega ekki bara viðkvæmni fyrir landeigendum og umhverfissinnum, sem rekur Landsvirkjun til að setja orkuna úr Þjórsá í annað en stóriðju.   

Sigurbjörn Sveinsson, 3.2.2009 kl. 22:33

4 Smámynd: Stefán Gíslason

Já, það var einmitt m.a. grein Indriða sem gerði það að verkum að ég tók sérstaklega eftir pistli Hans Nilsson þegar ég las hann í dag. Hef reyndar oft velt þessu fyrir mér, en Indriði er töluvert sterkari í svona útreikningum en ég.

Sem betur fer eru vindrafstöðvarnar orðnar töluvert öflugri en sú sem var á þakinu heima um það leyti sem ég fæddist. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu British Wind Energy Association (BWEA) tekur það venjulegan breskan vindmyllugarð 6-8 mánuði að framleiða jafnmikla orku og þurfti til framleiðslunnar. Það þykir bara þokkalega frambærilegt í samanburði við önnur orkuver.

Stefán Gíslason, 3.2.2009 kl. 22:52

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Stefán, er hugsanlegt að það gæti ofurlitlar minnimáttarkenndar að hálfu Svía í garð Dana í þinni annars ágætu grein ?

Svía nýta sér vindorku sem Danir, a.m.k. á Skáni , og ég veit ekki betur, en þeir séu harla ánægðir með sína nýtingu á vindorku.

Þjóð eins og Danir, sem eiga næstum engar auðlindir heima fyrir, eiga ekki skilið að kallast AULAR. Það finnst mér ekki.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 4.2.2009 kl. 06:31

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Góður!)

Hlynur Hallsson, 4.2.2009 kl. 09:04

7 identicon

Þessir dönsku aular hafa með framsýni og þrautseigju náð að búa til hagvkvæmar vindmyllur. Þegar þeir byrjuðu var varla hægt að nota vind í skútusiglingar og meðvind á hjólreiðastígum. Þetta er óttaleg lágmenning en þeir eiga náttúrulega engar auðlindir nema olíu.

Við íslendingar eru hetjur sem blásum vindi á framsýni og eigum alveg nóg af þrautseigju - þessari séríslensku þrautseigju til að þola náttúrlegar og manngerðar hamfarir betur en flestar þjóðir - og það er sko hámenning sem við erum að tala um hér - en eins og allir íslendingar vita þá er lágt til lofts í Danmörku.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 13:31

8 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Já, Þráinn, vist mun hægt a.m.k. stundum að mæla menningu í lengdareiningum og síst il ég hallmæla okkar eigin menningu.

Við, Íslendingar, höfum allt frá landnámi sótt nýja menningarstrauma til þeirra þjóða, sem nú byggja Evrópu og löngu síðar til annarra heimsálfna og auðvitað

hefur þetta oft verið gagnkvæmt, Norðulandaþjóðirnar hafa oft verið áberandi í

litrófi þjóða heims af verðleikum á mörgum sviðum.

Ég treysti mér ekki til að gera upp á milli frænda okkar, en þeir, sem voru fyrstir til að rétta okkur hjálparhönd, í kreppunni voru Færeyingar.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 4.2.2009 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband