Leita í fréttum mbl.is

Er afsökunarfælni séríslenskt fyrirbæri?

Svonefnd afsökunarfælni (Phopia sorryensins) virðist mjög útbreidd á Íslandi. Lauslegar rannsóknir á þjóðflokknum benda til að þar biðjist helst enginn afsökunar á neinu, nema hafa fyrst verið dæmdur til þess. Hérlendis þykir alla vega ekki tímabært að biðja afsökunar, nema sérstakur saksóknari hafi fyrst rannsakað hvort nokkur ástæða sé til þess. Geir H. Haarde er sko alls ekki einn um þessa fælni, þó að viðtal við hann hafi ýtt mér út í þessi skrif.

Þetta vissi ég í gær eða fyrradag þegar ég sá útundan mér einhverja frétt um að einhverjir bankastjórar hefðu beðist afsökunar. Það fyrsta sem kom í hugann var: „Þetta er ekki innlend frétt“. Enda reyndist það rétt vera. Sömuleiðis komst ég að því fyrir löngu að Madonna átti ekki við neinn Íslending þegar hún orti kvæðið, sem þessi orð koma fyrir í: „Please don't say your'e sorry. [...] I heard it all before“.


mbl.is Geir: Biðst ekki afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

meðfædd seigla ???  Do you mean rude and having too much pride to  lower themselves to appologise....even though they are wrong..... ???

Oh dear ....Yawn................................

Fair play (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 12:32

2 identicon

Þetta er manndómsleysi, heigulsháttur og hroki. Allt í einum slæmum kotkteil.

Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 12:51

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Tímabært blogg. Er þetta ekki angi af minnimáttarkennd Íslendinga og aldalangri hefð að geta skellt fyrst allri skuld á Dani og síðan útlendinga almennt. Það þarf sterk bein og mikið sjálfstraust til að biðjast fyrirgefningar. En það er ekki nóg að segja "sorry" eins og bresku bankamennirnir gerðu. BBC líkti þeirri fyrigefningu við að skipstjórinn á Titanic hefði beðið farþeganna afsökunar að það væru ísjakar í sjónum en ekki að hann hafi silgt á þá. Það er ekki sama hvernig afsökunin er borin fram. En það mun líklega taka nokkrar aldir fyrir Íslendinga að ná Bretum

í þessum efnum. Það er svo stutt síðan við komun út úr moldarkofunum!

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.2.2009 kl. 14:22

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Jón hafði kallað Pétur "örlagahálfvita og vitleysing".  Þetta líkaði Pétri illa og stefndi Jóni fyrir meiðyrði.  Dómarinn féllst á rökstuðning Péturs og dæmdi Jón til að þess að fara á vinnustað Péturs og biðjast þar opinberlega afsökunar.

Nokkrum dögum síðar var bankað hæversklega að dyrum þar sem Pétur vann ásamt mörgum öðrum samstarfsmönnum.  Dyrnar opnuðust í hálfa gátt, Jón kíkti inn og sagði hátt og snjallt:  "Vinna bara svín og fábjánar hér?"

Pétur reis á fætur rauður í kinnum og svaraði:  "Nei, þau koma bara í heimsóknir hér".

"Þá biðst ég afsökunar" sagði Jón og lokaði dyrunum á eftir sér.

Sveinn Ingi Lýðsson, 12.2.2009 kl. 15:46

5 Smámynd: Stefán Gíslason

Takk öll fyrir athugasemdirnar. Mér finnst umræðan góð. „Latneska“ nafngiftin mín á afsökunarfælninni er náttúrulega bara búin til í hálfkæringi. Það má vel kalla þessa tihneigingu „meðfædda seiglu“, og víst er þetta einhvers konar seigla. Mér finndist það samt bera vott um mun raunverulegri þrautseigju að kunna að biðjast afsökunar, því að stundum er afsökunarbeiðnin einmitt lykillinn að því að maður geti haldið áfram. Sá sem ekki kann að viðurkenna mistök sín er svolítið eins og nýr Benz með eitt hjól af fjórum fast, eins og einhver orðaði það. Maður þarf að kunna að slaka á bremsunni til að geta haldið áfram. Ég held að þeir sem það kunna verði taldi menn að meiru þegar litið er til baka.

Það hvernig menn biðjast afsökunar er líka stórt atriði. Missannar leiðir til þess eru vel þekktar, bæði meðal barna og fullorðinna. Ætli Madonna hafi ekki einmitt verið að tala um innihaldslausar afsakanabeiðnir í umræddum ljóðlínum.

Stefán Gíslason, 12.2.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband