12.2.2009 | 16:14
Loksins verður Árósasamningurinn fullgiltur
Mér þykja það mikil gleðitíðindi að ríkisstjórn Íslands skuli hafa samþykkt tillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur, umhverfisráðherra, um að Árósasamningurinn verði fullgiltur hér á landi. Samningurinn fjallar um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.
Ég hef beðið eftir þessum degi í mörg ár. Hef reyndar aldrei skilið hvers vegna Íslendingar hafa kosið að vera eftirbátar flestra annarra Evrópuþjóða hvað varðar aðgang almennings að upplýsingum og rétt almennings til að hafa áhrif. Skrifaði á sínum tíma (21. september 2007) svolítinn pistil um þetta á gamla bloggið mitt. Myndin sem fylgdi er reyndar horfin, þannig að ég set bara nýjustu útgáfuna aftur inn hér að neðan. Dökkgrænu löndin hafa sem sagt fullgilt samninginn, en þau ljósgrænu hafa bara skrifað undir hann. (Undirskrift hefur enga formlega þýðingu fyrr en viðkomandi þjóðþing hefur fullgilt samninginn). Bláu löndin hafa hvorki skrifað undir né fullgilt og appelsínugulu löndin eru ekki aðilar að UNECE og eiga því enga aðild að málinu. (Grænland er með öðruvísi grænan lit, því að þegar Danir fullgiltu saminginn undanskildu þeir Grænland. Sama gildir reyndar um Færeyjar, en þær sjást ekki á kortinu).
Ég tek undir með framkvæmdastjóra Landverndar: Til hamingju Ísland! (Þessi orð stóðu í efnislínu tölvupósts sem barst félagsmönnum í Landvernd í dag. Ég vona að mér fyrirgefist að vitna í hann með þessum hætti).
Nánari upplýsingar um Árósasamninginn og ákvörðun ríkisstjórnarinnar er að finna á heimasíðu UNECE og á heimasíðu umvherfisráðuneytisins.
Árósasamningurinn verður fullgiltur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 145270
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kolbrún bara fín.. ljós púnktur í rökkurmóðu hér... ja þrír plúsar og 5 stjörnur, níu rósir
Tryggvi Gunnar Hansen, 12.2.2009 kl. 19:20
Tregðan liggur í augum uppi. Það jefur verið erfitt að kyngja því, að almeningur eða samtök hans gæti verið aðili máls án þess að eiga lögvarða hagsmuni í lagalegum skilningi.
Sigurbjörn Sveinsson, 12.2.2009 kl. 20:29
Kárahnjúkavirkjun & Co er ástæðan fyrir tregðunni hér á landi. En það er fróðlegt að sjá þetta heimskort. Er þá allt á suðurhnettinum appelsínugult ? Þarna er stærsta ríkið Rússland blátt og það næststærsta Kanada líka og einnig Bandaríkin. Maður veltir fyrir sér hver orðræðan hefur verið um samninginn í þessum löndum. Vert að íhuga stöðu Grænlands í þessu.
Pétur Þorleifsson , 14.2.2009 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.