Leita í fréttum mbl.is

Þörf á 95% samdrætti fyrir 2050!

save our climate 100Stavros Dimas, umhverfisstjóri Evrópusambandsins, kvað allskýrt að orði sl. föstudag á loftslagsráðstefnu í Búdapest. Hann sagði m.a. að loftslagsfundurinn í Kaupmannahöfn í desember 2009 væri síðasta tækifæri ríkja heims til að stöðva loftslagsbreytingar, áður en þær verða komnar á það stig að ekki verði aftur snúið. Það væri því ekki aðeins mögulegt, heldur algjörlega bráðnauðsynlegt að ná víðtækri samstöðu á fundinum í Kaupmannahöfn.

Dimas undirstrikaði líka í máli sínu, að til þess að takast megi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir árið 2050, miðað við grunnárið 1990, en það er einmitt sá samdráttur sem almennt er talinn nauðsynlegur til að koma í veg fyrir hitastigshækkun umfram 2°C frá því sem var fyrir iðnbyltingu (1,2°C frá því sem nú er), þá þurfi iðnríkin að minnka losun sína um 80-95%. Svo mikill samdráttur sé m.a. nauðsynlegur til að gefa þróunarríkjunum eðlilegt svigrúm til aukningar.

Þetta tal um allt að 95% samdrátt kemur mér ekkert á óvart, þó að talan sé nokkru hærri en oftast heyrist í umræðunni. Í stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum, sem gefin var út snemma árs 2007, er t.d. bara miðað við 50-75% samdrátt, jafnvel þótt Íslendingar séu í hópi þeirra þjóða þar sem losunin er allra mest. Betur má ef duga skal. Og það er heldur ekki nóg að setja markmið fyrir árið 2050 og bíða svo bara rólegur. Nú ríður á að stika út leiðina þangað, með tímasettum markmiðum til skemmri tíma.

Hægt er að kynna sér innihald ræðu Stavros Dimas nánar á fréttavef PlanetArk/Reuter. Bendi einnig á bloggfærsluna „Einföld útstreymistölfræði“ á gömlu bloggsíðunni minni 5. des. 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband