2.3.2009 | 14:38
Þörf á 95% samdrætti fyrir 2050!
Stavros Dimas, umhverfisstjóri Evrópusambandsins, kvað allskýrt að orði sl. föstudag á loftslagsráðstefnu í Búdapest. Hann sagði m.a. að loftslagsfundurinn í Kaupmannahöfn í desember 2009 væri síðasta tækifæri ríkja heims til að stöðva loftslagsbreytingar, áður en þær verða komnar á það stig að ekki verði aftur snúið. Það væri því ekki aðeins mögulegt, heldur algjörlega bráðnauðsynlegt að ná víðtækri samstöðu á fundinum í Kaupmannahöfn.
Dimas undirstrikaði líka í máli sínu, að til þess að takast megi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir árið 2050, miðað við grunnárið 1990, en það er einmitt sá samdráttur sem almennt er talinn nauðsynlegur til að koma í veg fyrir hitastigshækkun umfram 2°C frá því sem var fyrir iðnbyltingu (1,2°C frá því sem nú er), þá þurfi iðnríkin að minnka losun sína um 80-95%. Svo mikill samdráttur sé m.a. nauðsynlegur til að gefa þróunarríkjunum eðlilegt svigrúm til aukningar.
Þetta tal um allt að 95% samdrátt kemur mér ekkert á óvart, þó að talan sé nokkru hærri en oftast heyrist í umræðunni. Í stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum, sem gefin var út snemma árs 2007, er t.d. bara miðað við 50-75% samdrátt, jafnvel þótt Íslendingar séu í hópi þeirra þjóða þar sem losunin er allra mest. Betur má ef duga skal. Og það er heldur ekki nóg að setja markmið fyrir árið 2050 og bíða svo bara rólegur. Nú ríður á að stika út leiðina þangað, með tímasettum markmiðum til skemmri tíma.
Hægt er að kynna sér innihald ræðu Stavros Dimas nánar á fréttavef PlanetArk/Reuter. Bendi einnig á bloggfærsluna Einföld útstreymistölfræði á gömlu bloggsíðunni minni 5. des. 2007.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Jason Kelce og Taylor Swift láta eins og ekkert sé eftir ljótt atvik
- Sigmundur Davíð á traktor í Skeifunni
- Fallon gerði grín að Trump
- Alsystir Prince látin 64 ára
- Þurfti að bæta við sætum vegna mikillar aðsóknar
- Gagnrýnd fyrir að bera krossinn á milli brjóstanna
- Faðir brúðarinnar gleymdi mikilvægum hlut
- Sigraði hrekkjuvöku sem Halla Tómasdóttir
- Chris Martin datt á sviðinu
- Þetta er ljót mynd
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.